Andasalat með volgum perum

Þetta litríka andarsalat er stútfullt af hollustu og slær alltaf í gegn með góðu vínglasi. Ef þú vilt flýta fyrir þér er hægt að kaupa heila foreldaða önd. Þessi uppskrift er fyrir fjóra sem aðalréttur. Volgar perur, stökkt granatepli, ferskt krydd og meyrt kjöt. Fullkomin samsetning! 

Mynd: Íris Ann

Andasalat með volgum perum
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 3 andarbringur eða heil forelduð
  2. 3 stilkar vorlaukur
  3. 2 vænar perur
  4. 300 gr stökk salat t.d. fjallaspínat
  5. 1 stórt granat epli
  6. ½ búnt fersk minta eða kóríander (jafnvel bæði)
  7. 1 stór sæt kartafla
  8. 1 msk appelsínumarmelaði
  9. 2 stk ferskar ferskjur eða plómur
  10. Olivuolía
  11. 1 msk provance kryddblanda
  12. Salt
  13. Pipar
Leiðbeiningar
  1. Eldið öndina samkvæmt leiðbeiningum. Ef hún er ókrydduð, saltið þá og piprið fyrir eldun.
  2. Afhýðið kartöfluna og skerið í teninga. Saltið og piprið og kryddið með Provance kryddblöndu. Hellið 2-3 msk af olíu yfir. Hrærið vel í kartöflunum og bakið inn í ofni við 180 gráðu hita í 25 -30 mínútur eða þar til meyrar.
  3. Skolið perurnar, skerið í fernt og fjarlægið kjarnan. Hellið örlítilli olíu yfir perurnar, saltið og piprið og bakið í 25 mínútur við 180 gráður. Latið hýðið snúa upp.
  4. Best er ef kjötið, perurnar og kartöflurnar eru volgar þegar salatið er borið fram.
  5. Skolið salatið og skiptið því á fjóra diska. Saxið vorlaukinn og dreifið yfir salatið. Því næst koma sætu kartöflurnar. Skerið ferskjurnar í báta og dreifið yfir. Raðið bökuðu perunum ofan á salatið og loks andarkjötinu. Gott er að tæta öndina niður.
  6. Í lokin fer innihald granateplisins yfir og loks dressingin.
  7. Dressing; Saxið ferska kryddið og setjið í bolla ásamt 4 msk af olíu og 2 msk af appelsínumarmeðlaði. Hrærið vel.
Athugasemdir
  1. Alba vínþjónn mælir með Cono Sur, Reserva 2014, Pinot Noir með salatinu. Vínð er létt, ferskt með
  2. keim af kirsuberjum og hindberjum sem ríma einstaklega vel við öndina. Ekki er verra að hafa örlítið í glasi við eldamenskuna. Verð: 2465 kr.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *