Um EatRVK

Glöð mamma er góð mamma!

Við erum þrjár konur búsettar í Reykjavik með ástríðu fyrir því sem gerir lífið girnilegra. Allar eigum við lítil börn og því þarf flest sem við gerum í eldhúsinu að taka stuttan tíma! Ef ekki þá er húsið fokhelt á meðan mamma snýr sér við og það fer sjaldnast vel með geðheilsuna. Við erum þó allar sammála um að glöð mamma er góð mamma og því þarf að læra að lifa með einstaka mjólkurslettu á gólfinu og það má alveg setjast á gólfið í miðjum ruslabingnum til að leika við barnið eða fá sér rauðvínsglas og lesa tímarit. Og hver segir að þriggjarétta máslverður meiki ekki sens á mánudegi?

Sendu okkur línu á eatrvk@eatrvk.com

Linda Björk Ingimarsdóttir er þriggja drengja móðir, eiginkona, grunnskóla- og myndmenntarkennari, systir, dóttir og 12226486_10153220461403596_1805955471_nvinkona ásamt því að eiga tvo stóra hunda. Hún nær einhvern veginn að fá ekki taugaáfall enda vill hún meina að lífið verði betra ef maður er hæfilega kærulaus og afslappaður. Hún er mikil gourmet manneskja og hefur áhuga á öllu sem tengist mat, hönnun, húsbúnaði, list, uppeldi, kennslu eða bókum. Hún gerir dásamlegt límonchello, sultur, söft, brauð og elskar að prufa nýjar uppskriftir. Hún er hin típíska upptekna íslenska móðir í fullri vinnu sem vill samt skemmta sér, hlæja og því heldur hún oft matarboð enda er það hennar skemmtistaður í dag. 

 

 

 

Íris Ann Sigurðardóttir er ferðalangur og menntaður ljósmyndari með næmt auga. Hún hefur ferðast út um allan heim ásamt 12363935_10153804345894252_1725731926_oeigjnmanni sínum sem er kokkur og safnað að sér hugmyndum og upplifunum. Þau eiga tvo littla drengi og eiga og reka veitingarhúsið The Coocoo‘s nest. Íris Ann er með stórt hjarta og finnur jafnvægi í hugleiðslu, rauðvíni og bókun farmiða.

 

 

 

 

 

 

Tobba Marinósdóttir ver ein af stofnendum EatRVK. Hún starfar ekki við vefinn í dag litil (2)en er í mjög virkum matarklúbb ásamt Lindu og Írisi þar sem matur er aðalumræðuefnið.