Syndsamleg og súper einföld

Ég hef gert nokkrar uppskriftir af franskri súkkulaðiköku og þær verið mjög misgóðar en þessi er sú sem mér þykir langbest. Uppskriftina gaf systir mín mér, hún er mikill kokkur og hefur gefið mér margar geggjaðar uppskriftir. Þessi kaka er sérstaklega einföld og tekur lítinn tíma að gera. Hún geymist vel en þó gerist það sjaldan að eitthvað er eftir. Þetta er ekki kaka sem maður grennist af en hún er svo sannarelga þessi virði að prufa…

Syndsamleg og súper einföld frönsk súkkulaðikaka
Súper einföld frönsk súkkulaðikaka sem kætir alla bragðlauka.
Skrifa umsögn
Prenta
Kaka
  1. 4 egg
  2. 2 dl sykur
  3. 200 gr smjör
  4. 200 gr suðusúkkulaði
  5. 1 dl hveiti
Krem
  1. 70 gr smjör
  2. 150 gr suðusúkkulaði
  3. 1-2 msk sýróp
Kaka
  1. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í potti við vægan hita og setjið til hliðar.
  2. Egg og sykur þeytt vel saman þar til fallega ljósgult.
  3. Hveiti bætt saman við.
  4. Súkkulaðiblöndu bætt við deigið.
  5. Sett í form og bakað við 180 gráður í 30 mínútur.
Krem
  1. Blandið öllu saman í pott og bræðið saman við vægan hita.
Athugasemdir
  1. Þessi kaka er dásamleg að öllu leyti. Berið hana fram með þeyttum rjóma eða góðum ís. Jarðaber eru líka sértaklega góð með.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *