Fljótlegt flatbrauð frá J. Oliver

20160215_171702-1-1Flatbrauð er skemmtileg tilbreyting frá þykku búðarbrauði. Þú getur haft kökurnar mjög þunnar og notað þær sem vefjur eða sett pizzakrydd og notað kökurnar sem botn undir flatbrauðspizzur. Það er til dæmis mjög gott að setja pestó, tómata, mosarella og klettasalat á brauðið. Brauðið er líka fullkomið með eggaldinkæfu.

Uppskriftin er frá stór vini mínum Jamie Oliver en hann svíkur mig aldrei. Hann er bara ekki þannig maður!

IMG_20160216_203607

Fljótlegt flatbrauð
Bragðgott og fljótlegt flatbrauð sem einnig má nota sem vefjur eða í pizzabotn.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 350 fínmalað spelt
  2. 350 hreint jógúrt
  3. 1 tsk lyftiduft
  4. 1/2 tsk sjávarsalt
  5. 1 tsk gott krydd t.d.Herb de provance
Leiðbeiningar
  1. Öllu er hrært saman í skál með sleif.
  2. Því næst er hveiti stráð á borð og deigið hnoðað létt þar til það hangir vel saman en aðeins í örfáar mínútur.
  3. Látið degið standa í 15 mínútur áður en því er skipt í 6 jafna hluta.
  4. Fletjið hvert brauð í nokkuð þunna köku.
  5. Steikið upp úr olíu í 1-2 mínútu á hvorri hlið.
Athugasemdir
  1. Gúffið og gleðijist!
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *