Mér finnst alltaf virkilega smart að fá kokteil eða fordrykk þegar ég mæti í boð. Sérstaklega drykk sem ég er ekki vön að blanda sjálf. Einfaldur matur verður mun hátíðlegri og íburðarmeiri ef hent er í einn kokteil á undan. Hér koma þrjár góðar uppskriftir. Kalli maðurinn minn elskar espressomartini og Whiskey Sour er nýjasta æðið í vinahópnum – bæði hjá konum og körlum. Uppskriftin hljómar eins og viðbjóður en kemur skemmtilega á óvart. Hristu þig inn í helgina!
Basil Gimlet
3 cl gin
3 cl ferskur limesafi
Dass sykursíróp (sjá uppskrift hér að neðan)
3-4 basilíku blöð
Hrist vel og hellt í martiniglas. Skreytt með basilblaði.
Whisky Sour
3 cl viský, t.d Jameson
3 cl ferskur sítrónusafi
Dass af sykursírópi (sjá uppskrift hér að neðan)
Eggjahvíta úr einu eggi. Og nei, það má ekki sleppa því. Eggjahvítan bindur drykkinn saman og gerir heilmikinn galdur!
Hrist vel og sett í viskýglas.Skreytt með sítrónuberki.
Espresso Martini
3 cl vodki, t.d. Finnlandia
3 cl Kahlúa Líkjör
3 cl kaffi (sterkt)
Hrist vel og sett í martini glas. Skreytt með kaffibaunum.
Sykursíróp
1 bolli hrásykur
1 bolli vatn
Hitað saman í potti við vægan hita þar til sykurinn er uppleystur. Kælt fyrir notkun og geymt í kæli. Í aðra kokteila getur verið gott að setja t.d. smátt saxaða ferska mintu út í sírópið við gerð þess.