Graflaxblanda

Það er ein­falt og gam­an að grafa sinn eig­in lax og al­gjör óþarfi að kaupa hann dýr­um dómi í búð. Marg­ir eru með lax á jól­un­um svo upp­lagt er að gera þessa blöndu til að grafa sinn eig­in lax. Þessi graflax-blanda er búin að vera í vinnslu nokkuð lengi og hef­ur tekið tölu­verðum breyt­ing­um gegn­um árin en loks­ins tel ég hana vera orðna full­komna. Þetta geym­ist vel og ég lofa að þessi graflax mun slá vel í gegn og lík­legt að hringt verði til að fá upp­skrift­ina fyr­ir næstu jól.Það sem þarf að hafa í huga er að það tekur 3 daga að grafa laxinn, svo gerið hann tímalega. Ég gaf síðunni Matur á Mbl.is þessa uppskrift sem jólagjöf fyrir ári og upplagt að deila henni hér á síunni fyrir þessi jól. Það er sniðugt að gefa blönduna sem gjöf og hafa leiðbeiningar með á korti. 

 

mbl.is/​Ofeig­ur Lyds­son

Graflaxblanda
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 3 msk. þurrkað dill
  2. 1 msk. dill­fræ
  3. 1/​2 msk. fenn­el­fræ
  4. 1/​2 msk. sinn­eps­fræ
  5. 1/​2 msk. kórí­and­erfræ
  6. ½ - 1 tsk. mul­inn pip­ar
  7. 2 msk. gott flögu­salt
  8. 1 msk. syk­ur
Leiðbeiningar
  1. Allt sett í mortel og steytt vel sam­an og sett í krukku.
  2. Gott er að láta leiðbein­ing­ar fylgja með um hvernig á að nota blönd­una.
  3. Þessi upp­skrift dug­ar á tvö stór flök af laxi.
  4. Berið blönd­una á lax­inn og þekið vel, pakkið flök­un­um vel inn í smjörpapp­ír og plast­filmu þar á eft­ir.
  5. Geymið í kæli í um 2 – 3 daga. Best er að skafa aðeins af krydd­inu áður en borða á dýrðina.
  6. Ef ekki á að borða lax­inn strax er hægt að geyma hann í kæli í 1-2 daga eða frysta hann.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *