Þegar ég hef átt erfiðan dag, góðan dag eða bara dag (þó ekki þegar kennsla er daginn eftir) finnst mér dásamlegt að fá mér einn Aperol Spritz til að gleðja geð og bragðlauka. Þennan drykk kynnti systir mín fyrir mér og eftir það var ekki aftur snúið. Þetta er einföld blanda af Aperol (sem fæst í Ríkinu og er blóðappelsínu-bitter (bragðbetri frændi Campari)), cava/freyðivíni/prosecco, appelsínusneiðum, klökum og dassi af sódavatni. Mín útgáfa af Aperol er þó oftast með hvítvíni (á það oftar til en freyðivín) og aðeins meira af sódavatni en orginal uppskriftin segir til um. Ef þú ætlar að nota freyðivín er Tommasi Prosecco í uppáhaldi.
Þrefaldur af freyðivíni (Hvítvín)
Tvöfaldur Aperol
Einfaldur sódavatn
Fullt glas af klökum og sneið af appelsínu
Tóm hamingja!