Persnesk eggaldinkæfa

Íris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari og vinkona mín bauð okkur Kalla í mat í síðustu viku. Íris var um árabil gift írönskum manni og lærði að elda persnenskan mat eins og innfædd. Þvílík veisla sem manneskjan getur töfrað fram! Persneskur matur er dásamlega góður. Mikið af grænmeti, hvítlauk, túrmerik, jógúrti og framandi kryddum. Maturinn er gjarnan hægeldaður svo mikill tími fer í eldamennskuna en ji minn eini hvað þetta er bragðgott. Ég get eiginlega ekki lýst þessari sturluðu veislu en ef eitthvað þá myndi ég lýsa persneskum mat sem blöndu af grískum og indverskum mat. Stórbrotin skemmtun fyrir bragðlaukana! 

Istanbul market í Ármúla 42 selur skemmtileg krydd, osta og brauð sem gaman er að leika sér með í persneskri matargerð. Þeir selja einnig granateplasíróp sem er þó nokkuð notað í persneska kjúklingarétti.

per

Persnesk eggaldinkæfa
Þessi kæfa er fullkominn forréttur eða smáréttur. Bragðmikil og einstaklega góð á brauð með ferskum kryddum, grænmeti og fetaosti. Ég grét smá þegar ég smakkaði þetta í fyrsta sinn.
Skrifa umsögn
Prenta
Kæfa
  1. 2 eggaldin
  2. 4 geiralausir hvítlaukar
  3. 100 gr lambagúllas steikt
  4. 15 valhnetur
  5. Salt
  6. Pipar
  7. Olía
  8. Smjör
  9. Túrmerik krydd
  10. Sítróna
  11. 2 litlar dósir tómatpúrra
  12. 1/2 dl vatn
  13. 1 dós sýrður rjómi
Meðlæti
  1. Radísur
  2. Fersk minta
  3. Salat
  4. Geita eða fetaostur
  5. Gott flatt brauð
Leiðbeiningar
  1. Afhýðið eggaldinin og setjið í matvinnsluvél ásamt steiktu kjötinu, 2-3 hvítlaukum og 15 valhnetum.
  2. Setjið blönduna á heita pönnu ásamt olíu og tómatpúrrunni. Bætið vatninu við og látið malla við vægan hita í 30 mín.
  3. Saltið, piprið, setjið 1/2 tsk af túrmerik og 1 msk af sítrónusafa út í og látið malla í klukkustund.
  4. Á aðra pönnu eru settar 3 msk af smjöri og heill hvítlaukur sem skorin er í þunnar sneiðar. Steikið við háan hita þar til laukurinn verður stökkur og gylltur.
  5. Þegar eggaldinkæfan er orðin meyr og dásamleg er henni smurt á flatan disk. Sýrðum rjóma er dreift yfir kæfuna og steikti hvítlaukurinn ásamt smjörinu kemur ofan á.
  6. Smyrjið á gott brauð eða notið í vefjur!
Athugasemdir
  1. Berið fram með góðu flatbrauði, radísum, salati, vorlauk, fetaosti (ókryddaður heill kubbur) og ferskri mintu. Það er líka örugglega æðislegt að setja maukið í vefjur.
EatRVK https://eatrvk.is/
20160210_194816-1 (1)

 

4 Comments on “Persnesk eggaldinkæfa

  1. Sæl

    Lítur frábælega út! Ein spurning, en hvar kemur lambagúllasið inn?
    „100 gr lambagúllas steikt“

    • Það má eyða athugasemdinni hér að ofan, ég las þetta ekki nógu vel fyrst 😀

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *