Límonaði í sumarskapi – fyrir börnin eða fullorðna

Þetta einfalda límonaði er dásamlega bragðgott. Það er sniðugt í barnaafmælið, fyrir fullorðna sem sumarkokteill eða bara til að dekra við bragðlaukana.IMG_7083

Límonaði í sumarskapi
Dásamlega sumarlegt límonaði sem er gott fyrir börnin en einnig er hægt að gera fullorðins útgáfu fyrir sumarpartýið.
Skrifa umsögn
Prenta
Sýróp
  1. 1 bolli sykur - ég geri reyndar alltaf 2/3 bolla af sykri
  2. 1 bolli vatn
  3. Safi úr 5-6 sítrónum
Límonaði
  1. Bætið 6-7 bollum af vatni saman við sýrópið fyrir krakkakrúttin
Sýróp
  1. Setjið vatn og sykur saman í pott, hitið saman þar til sykurinn er bráðnaður og kælið.
  2. Safinn úr sítrónum er settur saman við sýrópið.
Límonaði
  1. Setjið 6-7 bolla af köldu vatni saman við sýrópið. Gott er að setja klaka saman við.
Kokteill
  1. 1 skot af sýrópi
  2. 1 skot af vodka
  3. Gott að setja 1-2 blöð af basil með fyrir basilunnendur
  4. Klaki og hrist vel saman
  5. Sódavatn eftir smekk
  6. Skreytt með smá sítrónuberki
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *