Kjúklingaspjót í jógúrt­marineringu

Nú er kominn einn af mínum uppáhalds tímum til að elda, grilltíminn. Það sem er best við að grilla (fyrir utan bragðið) er hve lítið þarf að vaska upp. Þessi kjúklingur er ofur einfaldur og mjög djúsí! Ég mæli með að gera gott salat og kúskús með þessu enda er bragðið svolítið tengt Mið-austurlanda matarmenningu. Þessa marineringu má líka nota á fisk, sem er ekki síðra.

Kjúklingaspjót í jógúrtmarineringu
Dásamleg spjót fyrir sumarskapið og frábær sem partýréttur!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 700 gr kjúklingabringur, snyrtar og skornar í bita
Marinering
  1. 1/2 dós grísk jógúrt
  2. Safi úr 1/2 sítrónu
  3. 2 tsk túrmerik
  4. 3 tsk paprikukrydd
  5. 3 tsk cumin
  6. 2 tsk mulið kóríander
  7. 1/2 tsk cayenne pipar
  8. Salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
  1. Leggið grillspjót í bleyti svo þau brenni ekki.
  2. Snyrtið kjúllann og skerið í bita og setjið til hliðar.
  3. Blandið öllum innihaldsefnunum marineríngunnar í skál og blandið vel saman.
  4. Setjið kjúklinginn saman við blönduna og látið marinerast í 30-60 mínútur eða lengur ef þið viljið meira bragð.
  5. Setjið kjúklingabitana á prjóna og grillið á hvorri hlið í um 4-5 mínútur eða þar til hann er full eldaður.
Athugasemdir
  1. Gott að gera sósu úr restinni af jógúrtdósinni með því að hræra saman við örlítið af chiliflögum og jafnvel smá hvítlauk.
  2. Berið fram með kúskús, salati og/eða sætum kartöflum.
EatRVK https://eatrvk.is/

One Comment on “Kjúklingaspjót í jógúrt­marineringu

  1. Pingback: Mangó- og ananas-salsa | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *