Leyndarmál grillarans

Þegar grillið er tekið fram er þessi blanda það fyrsta sem við gerum. Í dag er alltaf gerður stór skammtur af kryddblöndunni þar sem hún klárast yfirleitt fljótt og svo er sniðugt að gefa hana í gjafir þegar farið er í matarboð. Þetta er snilldarblanda sem passar með ÖLLU sem sett er á grillið. Það sem er líka svo dásamlegt við að gera sína eigin kryddblöndu er að þá eru engin aukaefni í henni svo sem MSG, það tekur mjög stuttan tíma að gera hana og hún geymist vel.

Leyndarmál grillarans - kryddblanda
Einföld, bragðgóð og ávanabindandi kryddblanda sem gleður bragðlaukana.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1/3 bolli gott salt
  2. 1/4 bolli púðursykur
  3. 1/4 bolli papríka, betra að nota reykt papríkuduft
  4. 2 msk mulinn svartur pipar
  5. 2 msk þurrkað oregano
  6. 2 msk þurrkað timían
  7. 1 msk cayenne pipar
Leiðbeiningar
  1. Blandið öllu vel saman í skál með gaffli. Setjið í krukku eða box sem lokast vel og þá má geyma blönduna í allt að 6 mánuði.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *