Uppáhalds kjúklingaréttur fjölskyldunnar

Ég er viss um að fleiri fjölskyldur en mín eiga erfitt með að finna uppskrift sem allir elska. Ég á þrjá drengi og enginn er með sama matarsmekkinn. Á meðan sá elsti vill hella tómatsósu yfir allt vill miðjan enga sósu og sá yngsti hefur tekið ástfóstri við kokteilsósu við lítinn fögnuð hjá mér. Því verð ég alltaf einstaklega hamingjusöm þegar ég geri mat sem allir borða og sleppa því að maka sósum yfir.

img_8172

Uppáhalds kjúklingaréttur fjölskyldunnar
Einstaklega bragðgóður, einfaldur og góður fjölskylduréttur sem hentar vel í öll matarboð.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 4-5 bringur
  2. Olía til steikingar
  3. 4 hvítlauksgeirar
  4. Kjúklingakrydd frá Nicolas Vahé eða annað gott kjúklingakrydd
  5. 2/3 bolli púðursykur
  6. 1/2 bolli hrísgrjóna edik
  7. 1 bolli vatn
  8. 2-3 cm engifer, rifinn
  9. 2 bollar kjúklingasoð
  10. 1/2 bolli soya sósa
  11. 2-4 vorlaukar saxaðir
  12. Kóríander eftir smekk
Leiðbeiningar
  1. Skerið bringurnar í bita og kryddið með góðu kryddi, steikið á heitri pönnu með olíu og setjið svo til hliðar.
  2. Setjið hvítlauk á pönnuna og steikið þar til hann er mjúkur og gylltur, hellið svo vatni yfir og skafið vel í botninum svo allt blandist vel saman.
  3. Lækkið hitann og setjið púðursykurinn saman við og látið leysast vel upp. Bætið hrísgrjónaediki, engifer, sojasósunni og kjúklingasoðinu saman við, látið suðuna koma upp og látið malla í um 10 mínútur.
  4. Bætið kjúklingnum saman við og látið eldast og hitna í gegn.
  5. Saxið vorlaukinn og setjið yfir réttinn ásamt kóríander ef þið viljið.
  6. Berið fram með hrísgrjónum.
Athugasemdir
  1. Fyrir þá sem ekki vilja setja hvítlaukinn maukaðan í réttinn er hægt að setja geirana heila á pönnuna með kjúllanum og taka svo af þegar hann hefur eldast. Einnig er hægt að setja hunang eða aðra sætu í stað púðusykurs fyrir þá sem vilja það. Þessi réttur er dásamlegur. Ef þið viljið hafa hann sterkari er hægt að saxa einn rauðan chili og setja út í á sama tíma og engiferið. Mínir drengir vilja ekki sterka rétti en ef vinir koma í mat ætla ég bæta honum saman við.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *