Geggjaður cous cous réttur

Þessi ein­faldi rétt­ur er mjög ein­fald­ur, ódýr og nær­ing­ar­mik­ill. Rétt­ur­inn fer vel í maga og hörðustu kjötáhuga­menn hafa beðið um upp­skrift­ina af þessum dýrðar rétt, hægt er að leika sér með að nota mismunandi blöndu af græn­meti og jafn­vel setja garam masala krydd í stað karrý. Þegar ég útbý þessa upp­skrift geri ég alltaf auka skammt þar sem gott er að setja þetta í frysti og eiga þegar lít­ill tími er til að elda, þá sleppi ég því að setja möndl­urn­ar yfir. Svo er bara henda því í ofn eða létt­steikja á pönnu þegar það á að borða rétt­inn. Einnig er gott að taka það með í nesti og borða kalt og bæta við spínati eða öðru sal­ati. Ég hef einnig bætt við kjúk­linga­baun­um eða jafn­vel kjúk­lingi fyr­ir þá sem það kjósa. Gott er að gera vegan sýrðan rjóma fyrir þá sem kjósa eða hafa sýrðan rjóma og mango chutney.

Geggjaður cous cous réttur
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. Olía til að steikja
  2. 1 stór lauk­ur, saxaður smátt
  3. 3 hvít­lauksrif, söxuð smátt
  4. 1 msk hveiti
  5. 4 tsk karrý
  6. 1/​4 tsk cayenne pip­ar
  7. 1 poki frosið græn­meti (1 kg)
  8. 1/​2 tsk salt
  9. 2 boll­ar græn­met­is­soð
  10. 1 1/​2 bolli kús-kús, gert sam­kvæmt leiðbein­ing­um á kassa
  11. 1/​2 bolli möndl­ur, ristaðar
Leiðbeiningar
  1. Olía sett í pott, lauk­ur saxaður/​maukaður og sett­ur í pott­inn og hvít­lauk­ur­inn líka. Steikið við væg­an hita þar til lauk­ur­inn er orðinn mjúk­ur.
  2. Hveiti og kryddi bætt út í og blandað vel sam­an við lauk­inn.
  3. Græn­met­inu og soðinu bætt sam­an við. Hrærið reglu­lega í græn­met­is­blönd­unni og láta malla við lág­an hita í um 15 mín­út­ur.
  4. Ristið möndl­urn­ar á pönnu.
  5. Gerið kús-kús sam­kvæmt leiðbein­ing­um, mjög gott er að setja græn­metiskraft í vatnið áður en því er hellt yfir en þá kem­ur meira bragð af kús-kús­inu sem er ann­ars nokkuð bragðlítið.
  6. Setjið kús-kúsið í fat og hellið græn­met­is­blönd­unni yfir. Möndl­un­um er því næst dreift yfir. Borið fram með sýrðum rjóma, veg­an sýrðum rjóma, nan brauði og mangó chut­ney.
EatRVK https://eatrvk.is/

Mynd Árni Sæberg/Mbl.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *