Spaghetti carbonara stórstjörnu
2017-04-10 14:48:49
Innihaldsefni
- stór laukur eða tveir litlir, smátt saxaðir
- 2 - 3 hvítlauksrif, maukuð
- 1 pakki beikonkurl, eða pancetta frá Pylsugerðarmanninum Laugalæk
- 4 egg, pískuð í skál
- 500 - 600 g gott spagettí, mæli með lífrænu spagettí sem fæst í Frú Laugu
- 2 bollar rifinn parmesan
- steinselja til skrauts
Leiðbeiningar
- Saxið laukinn og mýkið í olíu á pönnu við miðlungshita.
- Bætið við hvítlauknum og látið malla í 5 mínútur og takið svo laukblönduna af pönnunni og setjið til hliðar.
- Notið sömu pönnu og steikið beikonið, bætið lauknum saman við og setjið til hliðar.
- Pískið eggin í skál og kryddið með salti og pipar.
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum, takið einn dl af vatninu til hliðar þegar pastað er sigtað og hellið vatninu yfir pastað, þá límist eggjablandan betur við pastað.
- Hellið eggjablöndunni yfir pastað og blandið vel saman við og látið heitt pastað elda eggin, bætið við lauk og beikonblöndunni og bætið parmesanostinum saman við, hrærið vel í lokin og njótið.
EatRVK https://eatrvk.is/