Kjúklingasnitsel með dýrðlegri reyktri bbq-sósu

Þessi rétt­ur er í miklu upp­á­haldi hjá öll­um í fjöl­skyld­unni. Hann er ein­fald­ur og tek­ur ekki mik­inn tíma að gera. Gott er að nota af­ganga í sal­at dag­inn eft­ir ef ein­hverj­ir verða. Stjarn­an í þess­ari upp­skrift er bbq-tóm­atsósa sem við erum að smyrja á allt hér á mínu heim­ili. Sósan er frá Mr. Organic og ég er ekki að grínast þegar ég segi að við höfum keypt okkur um 7 flöskur núna í sumar af þessari dýrðlegu sósu, hún er svo fullkomin með öllu grilluðu, pasta, á pylsur, hamborgara og svo framvegis. 

Mynd mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

Kjúklingasnitsel með djúsí bbq-sósu
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 4 stk. kjúk­linga­bring­ur
  2. 3 egg
  3. 3 boll­ar brauðrasp­ur, ég nota panco rasp
  4. 1 bolli heil­hveiti
  5. ¼ bolli möluð ses­am­fræ og meira til skrauts
  6. salt og pip­ar
  7. Sósa
  8. ½ bolli Reykt tóm­atsósa frá Mr Org­anic
  9. 2 msk. Worcesters­hire-sósa
  10. 1 msk. soyja-sósa
  11. 1 msk. mir­in-sósa, er í sus­hi-deild­um í mat­vöru­búðum.
  12. 1 msk. hun­ang eða hlynss­íróp
  13. 1 ½ tsk. dijon-sinn­ep
  14. ¼ tsk. hvít­lauks­duft
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofn­inn á 180 gráður
  2. Malið ses­am­fræ­in og blandið þeim sam­an við brauðraspinn og setjið á djúp­an disk eða fat.
  3. Skerið bring­urn­ar langs­um svo þið fáið tvö stór stykki úr hverri bringu. Gott er að berja þau aðeins með kjöt­hamri.
  4. Saltið og piprið hveitið og setjið á djúp­an disk.
  5. Pískið eggið í skál og setjið til hliðar.
  6. Veltið fyrst kjúll­an­um upp úr hveit­inu og setjið það svo í eggið og að lok­um í raspinn.
  7. Þegar all­ar bring­urn­ar eru til­bún­ar eru þær steikt­ar í olíu í djúpri pönnu. Olí­an þarf að vera um 1 cm að dýpt. Leggið svo kjúll­ann fyrst á eld­húsrúllupapp­ír og svo á smjörpapp­ír og bakið í gegn í ofn­in­um í 10-15 mín­út­ur. Á meðan kjúll­inn er í ofn­in­um er sós­an gerð. Auðvitað má steikja hann al­veg í ol­í­unni en mér þykir gott að geta sett hann í ofn­inn, svo ekki er eins mik­il bræla og ég get gert allt annað sem fara á með rétt­in­um til­búið á meðan hann mall­ar í ofn­in­um.
  8. Sósa
  9. Öllu blandað í skál og blandað vel saman, geymist í kæli.
Athugasemdir
  1. Með þess­um rétti finnst mér gott að borða smátt skorið kína­kál, kart­öfl­ur eða pasta, en það má í raun borða þetta með hverju sem er.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *