Spaghetti carbonara stórstjörnu

Spaghetti carbonara stórstjörnu
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. stór lauk­ur eða tveir litl­ir, smátt saxaðir
  2. 2 - 3 hvít­lauksrif, maukuð
  3. 1 pakki bei­konkurl, eða pancetta frá Pylsu­gerðar­mann­in­um Lauga­læk
  4. 4 egg, pískuð í skál
  5. 500 - 600 g gott spa­gettí, mæli með líf­rænu spa­gettí sem fæst í Frú Laugu
  6. 2 boll­ar rif­inn par­mes­an
  7. stein­selja til skrauts
Leiðbeiningar
  1. Saxið lauk­inn og mýkið í olíu á pönnu við miðlungs­hita.
  2. Bætið við hvít­laukn­um og látið malla í 5 mín­út­ur og takið svo lauk­blönd­una af pönn­unni og setjið til hliðar.
  3. Notið sömu pönnu og steikið bei­konið, bætið laukn­um sam­an við og setjið til hliðar.
  4. Pískið egg­in í skál og kryddið með salti og pip­ar.
  5. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um, takið einn dl af vatn­inu til hliðar þegar pastað er sigtað og hellið vatn­inu yfir pastað, þá lím­ist eggja­bland­an bet­ur við pastað.
  6. Hellið eggja­blönd­unni yfir pastað og blandið vel sam­an við og látið heitt pastað elda egg­in, bætið við lauk og bei­kon­blönd­unni og bætið par­mesanost­in­um sam­an við, hrærið vel í lok­in og njótið.
EatRVK https://eatrvk.is/
Þegar ég var beðin um að gera uppskrift fyrir Matur á mbl.is sem var svona kósýmatur var þetta ein af þeim uppskriftum sem ég langaði að gera, sérstaklega kósý og djúsí réttur sem klikkar aldrei og allir á heimilinu elska. Það var einn laug­ar­dag þar sem ég sat uppi í sófa með haus­verk eft­ir að hafa kíkt út á lífið í fyrsta skipti eft­ir að son­ur minn fædd­ist. Ég datt inn í þátt­inn henn­ar Oprah þar sem Tom karl­inn Cruise var að lýsa ást sinni á ein­hverri sætri stúlku en einnig fór hann að segja frá upp­á­halds „com­fort food“-upp­skrift­inni sinni, sem var spaghetti car­bon­ara. Þarna lék hann með tilþrif­um hvernig hann eldaði þenn­an dá­sam­lega rétt og ég rauk til, náði í penna og blað, skrifaði upp­skrift­ina niður og rauk út í búð með haus­verk­inn í vesk­inu og verslaði í rétt­inn. Ég var ekki svik­in af þess­ari upp­skrift og ég hef gert hana margoft síðan og alltaf við góðar und­ir­tekt­ir. Mæli með góðu og léttu pino hvítvíni eða rauðvíni með þessum rétt. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *