Parmesan-bollurnar sem aldrei klikka

Það eiga all­ir nokkr­ar upp­skrift­ir sem þeir elska og gera aft­ur og aft­ur. Þessi upp­skrift er mín upp­á­halds og er gerð oft á mínu heim­ili, jafn­vel nokkr­um sinn­um í mánuði og stund­um tvö­falda ég upp­skrift­ina og geri auka­skammt til að frysta. Í þess­ari upp­skrift er svína­hakk og verð ég að viður­kenna að í byrj­un keypti ég það bara til að spara þar sem það var á afslætti, en varð svo því­líkt ánægð með hvernig þær komu út og fannst þær eig­in­lega betri en með öðru hakki. Það sem ég elska við þessa upp­skrift er að hún geng­ur bæði sem hvers­dags­mat­ur en einnig í mat­ar­boð, ung­ir sem aldn­ir hrein­lega elska þessa upp­skrift. Þessa uppskrift gaf ég matarsíðunni frábæru Matur á Mbl fyrir nokkru og vil nú deila henni með ykkur, verði ykkur að góðu 😉

mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

Parmesan-bollur
Dýrðlegar kjötbollur sem eru alltaf ein af uppáhalds uppskriftunum mínum ásamt fljótlegri sósu.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 500 g svína­hakk
  2. 1 egg
  3. Hálf­ur poki rif­inn mozzar­ella
  4. 3 mat­skeiðar brauðrasp, helst pan­ko
  5. 1 mat­skeið þurrkuð stein­selja
  6. 1 mat­skeið þurrkuð or­egano
  7. 1 mat­skeið þurrkað basil
  8. 1 tsk. chili-flög­ur, má setja meira ef menn eru heit­ir
  9. Salt og pip­ar eft­ir smekk
  10. 1 poki spaghetti (ég nota líf­rænt frá Mr. Org­anic)
Sósa
  1. 1 dós cherry-tóm­at­ar
  2. 1 dós saxaðir niðursoðnir tóm­at­ar
  3. 1 krukka basilikupastasósa frá Mr. Org­anic
  4. 2 msk. tóm­at­púrra
  5. 1 msk. þurrkað basil eða tvær msk. af fersku basil
  6. 1 msk. þurrkað or­egano
  7. 1 msk. þurrkuð stein­selja
  8. Salt og pip­ar eft­ir smekk
Leiðbeiningar
  1. Allt hrært sam­an og mótað í boll­ur og setjið á smjörpapp­ír
  2. Boll­urn­ar eru svo snævi þakt­ar par­mes­an-osti (hér á ekki að spara ost­inn) og bakaðar við 200 gráður í 30 mín. eða þar til boll­urn­ar eru orðnar fal­lega gyllt­ar.
  3. Það er fátt betra en að skafa svo bráðinn par­mesanost­inn af bök­un­ar­papp­írn­um og borða með boll­un­um.
  4. Á meðan bollurnar eru í ofninum er gott að gera sósuna og sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum
Sósa
  1. Fyr­ir þá sem vilja smá hita er gott að setja chili-flögur, ég set um 1/2 tsk.
  2. Setjið allt í pott og látið malla við væg­an hita á meðan boll­urn­ar eru í ofn­in­um.
Athugasemdir
  1. Berið fram með sal­ati, góðu brauði en ekki gleyma að setja enn meira af par­mes­an yfir rétt áður en borða á dá­semd­ina.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *