Heimagert dýrðlegt jólate

Það er óskap­lega kósý að setj­ast með gott te og hlusta á jóla­lög eða horfa á góða jóla­mynd. Ég hrein­lega elska chai-te, það er svo milt og gott en þó bragðmikið. Góðar teblönd­ur geta verið dýr­ar en oft hægt að gera sín­ar eig­in. Mér þótti erfitt að fá gott svart te en fann svo dá­sam­legt te í Tefé­lag­inu og þá varð ekki aft­ur snúið, og út­kom­an er ein­stak­lega góð. Oft­ast er engi­fer í chai-tei en í þetta sinn breytti ég smá og setti app­el­sínu í staðinn til að fá smájólagleði í boll­ann. Punkt­ur­inn yfir i-ið þegar þessi blanda er gerð er lykt­in sem fyll­ir húsið, betra og jóla­legra verður það ekki.

mbl.is/​Ofeig­ur Lyds­son

Dýrðlegt te
Fáránlega einfalt heimagert te
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 msk. heil­ar kar­dimomm­ur
  2. 4 anís­stjörn­ur
  3. 4-6 kanelstang­ir
  4. 1 msk. fenn­el­fræ
  5. 2 tsk. heil­ir neg­ulnagl­ar
  6. 2 tsk. heil svört pip­ar­korn
  7. ½ bolli þurrkaður app­el­sínu­börk­ur, oft­ast í bök­un­ar­deild­um
  8. 1 ½ bolli gott svart te, ég notaði hun­angste frá Tefé­lag­inu sem var sér­stak­lega mjúkt og gott
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður.
  2. Skerið kar­dimomm­urn­ar langs­um svo fræ­in sjá­ist.
  3. Blandið öllu sam­an og setjið á smjörpapp­ír í bök­un­ar­form.
  4. Hafið inni í ofni í 10-15 mín­út­ur og gott er að hrista formið þegar tím­inn er hálfnaður.
  5. Látið kólna og sett í mortel og steytt vel sam­an, einnig er hægt að fá góða út­rás og setja blönd­una í visku­stykki og berja hana með kjöt­hamri þegar jóla­stressið er að gera út af við mann.
  6. Blandið krydd­inu sam­an við svarta teið og þurrkaða app­el­sínu­börk­inn. Geymið í krukku sem lokast vel.
Þegar blanda á Chai-te­bolla
  1. 1-2 msk. af teblöndu sett í te­poka eða tes­íu
  2. 1 bolli soðið vatn
  3. ¼ bolli flóuð mjólk, möndl­umjólk eða önn­ur mjólk
  4. Setjið teblöndu í bolla af sjóðandi vatni og leyfið að vera í um fimm mín­út­ur. Fjar­lægið te­pok­ann og bætið við mjólk­inni, setjið hun­ang eða aðra sætu ef þess þarf.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *