Fullkomið Sesar-salat

Ég hrein­lega elska gott Ses­ar-sal­at og ef ég sé það á mat­seðli er ég fljót að ákveða mig. Það sem borið er á borð er þó mjög mis­mun­andi eft­ir veit­inga­hús­um og jafn­vel er bætt við eggi eða bei­koni. Ég ákvað því fyr­ir nokkru að prófa mig áfram uns út­kom­an væri full­kom­in. Sal­atið er kannski ekki hollt en það er virki­lega djúsí og gott og ekta kósý-mat­ur á mínu heim­ili. Þetta sal­at er snilld í mat­ar­boði með góðu hvít­víns­glasi sem aðal­rétt­ur eða fyr­ir fleiri sem for­rétt­ur því mat­ar­boð þurfa ekki að vera flókin né að taka langan tíma að elda mat­inn! Ég skellti í þetta guðdóm­lega sal­at fyr­ir sér­blað Mata­vefs­ins um dag­inn hjá Mbl.is.

Mynd Íris Ann Sigurðardóttir/Mbl.is

Fullkomið Sesar-salat
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 snittu­brauð
  2. ólífu­olía til að steikja
  3. salt og pip­ar eft­ir smekk
  4. 600-700 g kjúk­linga­lund­ir eða 4 bring­ur
  5. 2-3 Romaine sal­at haus­ar fást í Hag­kaup, ef þeir eru ekki til er hægt að nota ice­berg eða kína­kál
  6. Sós­an
  7. 2 hvít­lauksrif, pressuð
  8. 6 an­sjó­su­flök úr dós (ekki hata anjós­ur þær eru möst hér)
  9. 2 dl rif­inn par­mes­an-ost­ur
  10. 5 msk. gott maj­o­nes
  11. 5 msk. sýrður rjómi
  12. 2 msk. gott hvít­vín­se­dik
Leiðbeiningar
  1. Merjið an­sjó­su­flök­in á bretti þar til þau eru orðin eins og mauk, setjið í skál. Blandið sam­an af­gangi af inni­halds­efn­um og hrærið vel sam­an og geymið í kæli.
  2. Skerið brauðið í ten­inga og steikið á pönnu með olíu, salti og pip­ar. Best er að hafa miðlungs­hita og vera dug­leg að snúa brauðten­ing­un­um. Setjið til hliðar þegar þeir eru fal­lega gyllt­ir og leyfið að kólna.
  3. Kryddið kjúk­ling­inn með upp­á­halds krydd­inu ykk­ar, ég nota kjúk­lingakryddið frá Nicolas Vahé. Grillið eða steikið kjúk­linga­bring­urn­ar eða lund­irn­ar þar til þær eru gegn­um­steikt­ar, setjið til hliðar.
  4. Skerið sal­atið niður og setjið í skál, skerið kjúk­ling í bita og bætið sam­an við sal­atið. Hellið sós­unni yfir og hrærið vel sam­an (toss) svo sal­atið sé vel þakið af sós­unni. Setjið brauðten­inga yfir og stráið smá extra par­mes­an yfir.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *