Það er mjög einfalt að gera þessa ídýfu og hún er sérstaklega bragðgóð. Þessi ídýfa er margnota, því auðvelt er að breyta henni í kvöldmat með því að bæta við hana kjúklingalundum, bera hana fram með steiktum fisk sem sósu eða bera hana fram með niðurskornu grænmeti. Kirsuberjatómatarnir frá Mr Organic eru stjarnan í þessum rétti og þeir eru sérstaklega bragðgóðir og djúsí, ég vil alltaf eiga dós af þessum gersemum í búrinu mínu, svo spillir ekki að þetta eru vörur án allra aukaefna.
Ítölsk ídýfa
2017-12-09 18:03:39
Innihaldsefni
- 2 dósir Mr Organic kirsuberjatómatar
- 1 hvítlauksgeiri, saxaður
- 8 fersk basil-lauf, skorin smátt og nokkur til að skreyta
- 2 msk. tómatpúrra
- ½ poki rifinn mosarella
- 1 stór kúla af mosarella
- salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
- Steikið hvítlaukinn í djúpri pönnu við vægan hita, bætið svo kirsuberjatómötum, tómat púrrunni og basil og saltið og piprið eftir smekk.
- Látið sósuna malla á vægum hita í 10-15 mínútur. Kirsuberjatómatarnir eiga vera byrjaðir að springa þá en ef ekki er hægt að mauka þá niður með sleif.
- Hellið sósunni í eldfast mót og dreifið rifna mosarelluostinum yfir og í lokin skerið þið mosarellukúluna í sneiðar og dreifið yfir. Bakið svo í ofni 15-20 mínútur við 180 gráður, eða þar til osturinn er fallega gylltur.
- Borið fram með uppáhaldsbrauðinu ykkar.
EatRVK https://eatrvk.is/