Það er mjög einfalt að gera þessa ídýfu og hún er sérstaklega bragðgóð. Þessi ídýfa er margnota, því auðvelt er að breyta henni í kvöldmat með því að bæta við hana kjúklingalundum, bera hana fram með steiktum fisk sem sósu eða bera hana fram með niðurskornu grænmeti. Kirsuberjatómatarnir frá Mr Organic eru stjarnan í þessum rétti og þeir eru sérstaklega bragðgóðir og djúsí, ég vil alltaf eiga dós af þessum gersemum í búrinu mínu, svo spillir ekki að þetta eru vörur án allra aukaefna.

mbl.is/Hanna Andrésdóttir