Jólakokteill með piparkökusýrópi

Það er alltaf gaman að bjóða uppá nýjan kokteil og hér er jólakokteill sem er svo sannarlega góður, en það besta við hann er sýrópið sem sett er útí freyðivínið!!!!  Það er hægt að nota sýrópið á margt, það er gleðigjafi á pönnukökur, ís, jógúrt, grjónagraut, hafragraut, sódavatn, freyðivín, prosecco og mojito. Það verður allt svo hátíðlegt með þessu sýrópi og það klárast alltaf fljótt. 

12422038_10153835610374252_1578259413_o

Mynd: Íris Ann

 

Piparkökusýróp og jólakokteillinn

Fullkomið í jólakokteil eða út á pönnukökur

  • 200 ml vatn
  • 300 gr hrásykur
  • 1 msk engiferduft
  • 1 kanilstöng
  1. Allt sett í pott og suðan látin koma upp. Lækkið þá undir og látið malla í 5 mínútur við lægri hita. Leyfið sýrópinu að kólna og hellið svo í flösku sem hægt er að loka vel. Fullkomin glaðningur.
  2. Ef þú vilt bjóða upp á jólalegan fordrykk er mjög gott aðsetja 2 tsk í glas og fylla upp með góðu freyðivíni eða cava. Skál!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *