Við vinkonurnar elskum bröns og notum gjarnan helgarnar til að hittast ásamt mökum og börnum. Brönsinn þarf ekki að vera flókinn og oft á tíðum hittumst við á veitingastöðum sem bjóða upp á góðan bröns eða dögurð eins og það kallast víst á íslensku. Þegar gera á vel við sig er einum skammti af pönnukökum skellt á borðið í lokinn og allir fá bita. Himneskt! Þessar pönnukökur eru „fullorðins“ og er uppskirftin komin frá Lucasi okkar á Coocoo’s Nest.
1 1/2 bolli hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 tsk kanil
1 msk púðursykur
1 1/4 bolli möndlumjólk
1 egg
3 msk bráðið smjör
Heimagert pönnuköku sýróp
Disaranno Amaretto líkjör
2 msk smjör
Salt
Sýróp eða hunang
Setjið 3 skot af Disaranno líkjör á pönnu, hitið við vægan hita og bræðið svo 2 matskeiðar af smjöri saman við. Bætið við hnífsoddi af salti og 3 matskeiðum af sýrópi eða hunangi. Fullkomin óhollusta! Það má stundum. Og í guðs bænum ekki eyðileggja hamingjuna með samviskubiti. Það geri ég alltof oft.
Mynd: Íris Ann