Graskersravioli með salvíusmjörsósu

Grasker eru vanmetið hráefni sem gaman er að leika sér með. Lucas á Coocoo’s Nest er mikill meistari þegar kemur að því að nota fá hráefni og leyfa þeim að njóta sín. Hér gefur hann okkur uppskrift af Graskers ravioli sem er reglulega á matseðli staðarins. Algjört lostæti! Og salvísmjörið er vægast sagt punkturinn yfir i-ið!
Buon appetito!
 

Graskersravioli með salvíusmjörsósu

Algjört lostæti frá kokknum á Coocoo’s Nest

Pastadeig

  • 5 egg
  • 500 gr hveiti
  • klípa af salti
  • teskeið af ólífuolíu

Graskersfylling

  • 1 lítið grasker fer eftir hvernig grasker er notað (sjá mynd)
  • Ólífu olía
  • 25 gr parmigiano eða grana ostur
  • Muskat (salt og pipar eftir smekk, mælt með litlum klípum af hverju)
  • Chilli korn fyrir þá sem vilja bæta við smá sterkleika

Sósan / Burnt butter and sage

  • 200 gr smjör
  • 12 lauf salvía
  • Toppað af með parmigiano eða grana osti

Pastadeig

  1. Búðu til eldfjall með hveitinu á stöðugu borði bættu eggjunum við í opið á eldfjallið sem og saltinu og olíunni. Blandaðu saman með gafli og smátt og smátt ýtir þú hveitinu frá hliðum fjallsins niður í blönduna, þegar allt hveitið er komið saman skal hnoða deigið vel með aftari hluta handar þetta er gert í ca fimm mínútur. Deigið er svo sett í matarfilmu og látið hvílast í kæli í að minnsta kosti 30 mínútur og mesta lagi 24 tíma.
  2. Til þess að fletja deigið í ravíolí er best að nota pastavél, löng lengja er búin til og fyllingin svo vandlega sett í litlar kúlur ofaná degið. Önnur lengja er svo lögð ofaná lengjuna og svo er deigið skorið í litla kodda, til þess að loka koddunum er best að nota endann á gafli sem skilur eftir fallegt mynstur. Ferskt pasta þarf aðeins að elda í 2-3 mínútur.

Graskersfylling

  1. Skerðu niður graskerið í litla bita og settu í eldunarfat með olífu olíu og bættu við klípu af salt, pipar og múskat (helst ferskt fínsaxað múskat) og bakið í ofni á 180 gráðu hita í ca 30 mínútur eða þar til að graskerið er orðið mjúkt. Látið kólna. Blandið svo við ostinum og bætið við salti og pipar eftir þörfum, ekki bæta við olíu það getur látið pastað verða of blautt.

Sósan / Burnt butter and sage

  1. Hitið pönnu á meðal hita, þegar hún er orðin heit bætið við smjörinu og hvirflaðu pönnunni til þess að bræða smjörið. Þegar smjörið er byrjað að mynda froðu bættu við laufunum og takið pönnuna af hitanum. Varlega bætið við pasta koddunum, notið skeið til þess að dreypa sósunni yfir pastað. Setið á disk og toppið með parmigiano eða grana.

PhotoGrid_1381872895250

Myndir: Íris Ann

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *