Engifer smákökur

Þessi uppskrift er dásamleg að öllu leyti fyrir upptekna foreldra. Uppskriftin er einföld og ríkuleg svo nóg verður til af smákökum fyrir börnin og vini þeirra. Bragðgóðar eru þær að sjálfsögðu og lyktin sem fyllir húsið er ómótstæðileg!

engifersmákökur

  • 500 gr hveiti
  • 500 gr púðursykur
  • 250 gr smjör/eða smjörlíki (við stofuhita)
  • 2 egg
  • 6 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk engifer krydd
  • 1 tsk kanill
  • 1/2 tsk negull
  • klípa malaður pipar
  1. Allt sett í skál og hnoðað saman.
  2. Rúllið svo deiginu í pylsu, skerið í sneiðar sem eru um 1/2 sentimetri að þykkt og setjið á smjörpappír.
  3. Bakið við 175 gráður í um 8-10 mínútur eða þar til þær eru fallega gylltar. Auðveldara verður það varla!

 

 

One Comment on “Engifer smákökur

  1. Bakaði þessar kökur og þær voru óætar og deigið lélegt.
    Greinileg villa í uppskriftinni 6tsk lyftiduft, en á líklega að vera 1tsk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *