Smjörkaramellu-, lakkrís- og döðlubitar!

Þessir bitar eru stökkir, dísætir og fljótlegir í gerð. En athugið þetta gotterí er mjög sætt. Maðurinn minn elskar þá sem fær mig til að efast um að hann sé í raun 42 ára! Í bitana nota ég lífrænt súkkulaði frá Green and Black’s sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ljósbláa pakkningin, þ.e.a.s. súkkulaði með sjávarsalti er algjörlega tryllt! En jæja, það er önnur kolvetnisþoka… Vindum okkur í ólifnaðinn!

Súkkulaði-, smjörkaramellu-, lakkrís- og döðlubitar!

  • 200 gr dökkt súkkulaði
  • 200 gr Butterscotch súkkulaði frá Green and Black’s
  • 120 gr smjör
  • 100 gr lakkrískurl
  • 50 gr smátt saxaðar döðlur
  • 50 gr Rice Krispies
  • 50 gr hvítt súkkulaði til skreytingar
  1. Bræðið saman smjör, butterscotch súkkulaðinu og döðlur. Látið malla þar til döðlurnar eru orðnar mjúkar og allt blandast vel saman. Blandið Rice Krispies og lakkrískurlinu saman við og hrærið vel. Setjið bökunnarpappír í kökuform eða eldfast mót og þjappið deiginu ofan í.
  2. Kælið blönduna í forminu á meðan þið bræðið dökka súkkulaðið í vatnsbaði.
  3. Eftir að blandan er tekin að stirðna er dökka súkkulaðinu hellt yfir og kælt aftur.
  4. Í lokin er hvíta súkkulaðið brætt og notað til að skreyta plötuna.
  5. Enn á ný er þetta allt kælt áður en platan er skorin í lekkera bita.

Geymist best í kæli.

20151214_120746-1

Mynd: TM

 

3 Comments on “Smjörkaramellu-, lakkrís- og döðlubitar!

  1. Pingback: Sykurlaust döðlugott | EatRVK

  2. Pingback: Sykur.is | Sykurlaust döðlugott – EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *