Sykur- og glútenlausir kornfleksbitar

Mig langaði að gera hollari útgáfu af kornflekskökum í konfekt stærð. Þessir molar heppnuðust prýðisvel og hef ég gert þá nokkrum sinnum í desember. Eða þú veist tvisvar. Eða þrisvar. Allavega. Það komu gestir! Sykurfíkilinn systir mín er sólgin í þá sem segir mér að þeir eru ansi góðir þrátt fyrir sykurleysið. Ekki skemmir fyrir hversu fljótlegir þeir eru.

Sykurlausir kornfleksmolar
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 200 gr kakósmjör
  2. 100 gr hreint kakó
  3. 70 gr hnetusmjör
  4. 85 gr sykurlaust appelsínusúkkulaði færst í Ikea og Nettó
  5. 30 dropar karamellu eða vanilu stevía (ég nota frá Via Health)
  6. 1 tsk góð vanilla
  7. 100 gr smátt saxaðar döðlur
  8. 80 gr glúten og sykurlaust kornflexs t.d frá Urtekram. Fæst t.d. í Krónunni.
  9. örlítið sjávarsalt
Leiðbeiningar
  1. Kakósmjörið er brætt við vægan hita í potti.
  2. Þegar það er bráðnað fer appelsínusúkkulaðið og hnetusmjörið út í.
  3. Næst fer kakóið, stevían og saltið út í.
  4. Ég kæli blönduna svo aðeins þannig að hún fari að þykkna. Þannig hylur súkkulaðið kornfleksið betur.
  5. Þegar súkkulaði er byrjað að þykkna fara döðlurnar og kornfleksið út í. Hrærið vel og smakkið til með stevíu. Ég mer aðeins kornfleksið svo stærstu flögurnar brotni og blandan fari betur í formi.
  6. Því næst er blandan sett með skeið í lítil möffinsform í konfektstærð og látið storkna inn í frysti.
Athugasemdir
  1. Konfektið geymist best í kæli. Eða maga!
EatRVK https://eatrvk.is/
20151214_121953

Mynd: TM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *