Sykurlausar kókoskúlur

Þessar elskur eru allt í senn; sætar, áferðargóðar og saltar! Jafnvel matvönd börn og fúlir bankastarfsmenn slafra þessu í sig með bros á vör.

Sykurlausar kókoskúlur

  • 2 dl hreint kakó (ósætt)
  • 2 tsk vanilla eða vanilludropar
  • 2 dl kókosmjöl
  • 1 dl sesammjöl (má sleppa – gerir kúlurnar próteinríkari)
  • 5 dl saxaðar döðlur
  • 2 dl saxaðar hnetur (t.d. möndlur og hesilhnetur)
  • 1,5 dl brædd kókosolía
  • 5 dropar vanilustevía ef vill
  • sjávarsalt
  1. Öllu hrært vel saman og kúlur mótaðar.
  2. Blandið saman 2 dl af kókosmjöli og hálfri tsk af möluðu sjávarsalti og veltið kúlunum upp úr því.
  3. Geymið kúlurnar í frysti og takið út nokkrum mínútum áður en bera á á borð.

2 Comments on “Sykurlausar kókoskúlur

  1. Hæhæ! Notaru 2 dl af kókosmjöli í „deigið“ sjálft og svo 2 dl til viðbótar til að velta úr?

    Hlakka til að prufa!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *