Hrísgrjónasalat sem passar með öllu!

Þetta sal­at er ein­stak­lega sum­ar­legt og gott, það er sannkölluð bragðbomba fyrir bragðlaukana. Það má vel bæta við baun­um eða kjúk­lingi og nota það sem aðal­rétt eða borða kalt sal­atið í há­deg­inu eft­ir. Það sem er best við þetta salat er að það má útbúa það löngu áður en gestirnir koma í matarboðið,  einnig er það sérstaklega gott með öllu sem er grillað. Í þessu salati eru notuð svört hrísgrjón sem eru hollari fyrir okkur en önnur grjón, í þeim er meira af trefjum, prótíni, járni og andoxunarefnum en í öðrum grjónum. Einnig finnst mér áferði mun betri á svörtu hrísgrjónunum, aðeins stökkari og passa vel í þessa uppskrift.


Mynd mbl.is/Tobba

Hrísgrjónasalt sem passar með öllu!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 bolli svört hrís­grjón frá Mr. Org­anic
  2. 1 og ½ app­el­sína
  3. 1 bolli kórí­and­er, saxað
  4. ½ bolli ristaðar furu­hnet­ur
  5. 2 vor­lauk­ar, saxaðir
  6. 1 chilí, fræhreinsað og saxað
  7. ½ bolli granatepla­kjarn­ar
  8. Sósa
  9. ¼ bolli fersk­ur lime-safi
  10. 3 msk. ólífu­olía
  11. 1-2 msk. fiskisósa
Leiðbeiningar
  1. Hrís­grjón­in eru soðin sam­kvæmt leiðbein­ing­um og sett til hliðar. Blandið öll­um inni­halds­efn­un­um í sós­una sam­an og látið til hliðar.
  2. App­el­sín­an er skræld og reynt að nota aðeins ávaxta­kjöt og losna við sem mest af hvíta hlut­an­um. Blandið hrís­grjón­un­um og öll­um inni­halds­efn­um sam­an.
  3. Hellið sós­unni yfir og hrærið vel saman
EatRVK https://eatrvk.is/
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *