Dagur Blóðugrar Maríu

Í dag, 1. janúar, er alþjóðlegur dagur Blóðugrar Maríu eða Bloody Mary sem er ansi vinsæll kokteill, þó einkum gegn þynnku. Ég heyrði eitt sinn barþjón lýsa drykknum sem „pizzu í glasi“. Ég lét því tilleiðast og smakkaði herlegheitin. Lýsingin er ekki fjarri lagi og drykkurinn bragðast í raun mun betur en innihaldsefnin gefa fyrirheit um. Bloody Mary er sem áður segir vinsæll gegn þynnku og með bröns. Það er því ekki að undra að þessi dagur sé tileinkaður honum enda ansi margir sem fá sér örlítið í glas á gamlárskvöld með tilheyrandi slappleika í dag. Gleðilegt ár!Mynd: Íris Ann

Bloody Mary

Þynnkubani sem bragðast eins og pizza í glasi!

  • 3 –6 cl vod­ka
  • 12 cl tóm­at­safi
  • Skvetta af Worchestersósu
  • Safi úr sítr­ónu­bát
  • Salt og pip­ar
  • 1 –2 drop­ar Tabasco sósa (má sleppa)
  1. Hrist­ur eða hrærður eft­ir smekk. Skreytt með sell­e­rí­stöngli.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *