Quesadillas með túnfisk, kóríander, maís og láperu

Ég les matreiðslubækur eins og spennusögur. Jii, hvaða krydd skyldi koma í þetta partý? Hvað er í sósunni?? Er ekkert kóríander?! Hringið í nágrannann, það er ekki til hveiti! En án gríns þá á ég erfitt með að fara eftir uppskriftum frá öðrum og sæki mér gjarnan innblástur frekar en ítarlegar uppskriftir og tilmæli. Ég rakst á uppskrift af túnfisktortillum um daginn og gat ekki á mér setið að henda í eina tilraun. Útkoman var dásamleg! Eiginlega bara fullkomin! Mexíkóskur matur er í sérlegu uppáhaldi hjá mér og þessi uppskrift er komin í topp 10.

20160222_134557-1

Quesadillas með túnfisk, kóríander, maís og láperu
Bragðmikill og djúsí partíréttur eða fullkominn kvöldmatur með salati, salsasósu og sýrðum rjóma. Börnin elska þennan rétt.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 pakki heilhveititortillur
  2. 1 dós túnfiskur í vatni
  3. 1 dós túnfiskur í olíu
  4. 1/2 laukur
  5. 1 lúka ferskt kóríander (ef vill)
  6. 1 tsk límónusafi
  7. 2 dl grískt jógúrt
  8. 1 dós 10% sýrður rjómi
  9. 1 rauð paprika
  10. 1/2 tsk mexíkósk kryddblanda t.d. frá Pottagöldrum
  11. 1/3 tsk Chili Explosion (er í kvörn - fæst í Bónus)
  12. 1 poki rifinn ostur
  13. 3 dl maís án viðbætts sykurs, t.d. frosinn frá Coop (fæst í Nettó)
  14. Olía til steikingar
  15. Salat ef vill, s.s. spínat
  16. Sýrður rjómi og salsasósa sem meðlæti
Leiðbeiningar
  1. Hellið vökvanum af túnfisknum og setjið hann í skál ásamt jógúrtinu, sýrða rjómanum, límónusafanum og kryddinu.
  2. Hellið vatninu af maíisnum eða setjið hann stutt í sjóðandi vatn ef hann er frosinn.
  3. Kjarnhreinsið og saxið paprikuna.
  4. Saxið laukinn og kóríanderið.
  5. Setjið maísinn, paprikuna, kóríanderið og laukinn út í túnfiskblönduna.
  6. Bætið ostinum út í skálina og hrærið vel.
  7. Setjið 1/2 msk af olíu á pönnu og kveikið undir (miðlungs hiti).
  8. Setjið 1 tortillaköku á pönnuna og setjið vel af salatinu ofan á og lokið með annarri köku.
  9. Steikið í 2 mín á hvorri hlið uns kökurnar eru gylltar, osturinn bráðinn og salatið gegnheitt.
  10. Skerið með pizzaskera og berið fram með salati, láperu, fersku kóríander, salsa og sýrðum rjóma.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *