Besta bananabrauðið – Minni sóun

Þetta bananabrauð er sætt, mjúkt og saðsamt. Ekki skemmir fyrir hversu fljótlegt það er. Ég baka það gjarnan þegar ég á brúna og slappa banana sem ég vil nýta en ég hef verið að reyna að stuðla að minni matarsóun á heimilinu með því að versla úr Minni Sóun körfunni í Nettó, auk þess að nýta allt til hins ítrasta sem til er í eldhúsinu heima. Ég keypti nú síðast 2 kg af banönum á 287 krónur. Þeir voru brúnir og ljótir að sjá en dísætir og dásamlegir á bragðið. Þessa ljótu en ljúfu banana notaði ég í tvö stykki af brauði og restina frysti ég til að nota í Nicecream. Vel þroskaðir frystir bananar eru mikið lostæti í hina ýmsu drykki en þá má einnig affrysta í brauðið góða.

20160322_134120-1 (1) (2)

Besta bananabrauðið
Einfalt, hollt og gott!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1,5 bolli fínmalað spelt eða heilhveiti
  2. 1/2 bolli haframjöl
  3. 2 tsk kanill
  4. 1/2 tsk salt
  5. 1 tsk matasódi
  6. 2 tsk lyftiduft
  7. 2 msk kókosolía
  8. 3 vel þroskaðir bananar
  9. 10 mjúkar döðlur vel saxaðar (látið liggja í bleyti ef þarf)
  10. 1 stórt brúnegg
Leiðbeiningar
  1. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál.
  2. Stappið bananana vel og hrærið út í með gaffli ásamt egginu, olíunni og döðlunum.
  3. Hrærið vel saman með gafflinum til að brauðið fái létta áferð.
  4. Smyrjið jólakökuform vel að innan með kókosolíu.
  5. Bakið í miðjum ofninum í 30 mínútur á 180°C.
EatRVK https://eatrvk.is/
dodlubraud

One Comment on “Besta bananabrauðið – Minni sóun

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *