Þessar samlokur eru í miklu uppáhaldi í bústaðarferðum fjölskyldunnar. Þær hentar líka vel á veisluborð eða sem forréttur. Hugmyndin kemur frá Ítalíu þar sem piadinur eru vinsæll réttur en piadinur eru ítalskar samlokur úr þunnum hveitikökum með girnilegu áleggi. Ég hef ekki fundið slíkar kökur hér á landi og læt því tortillakökur duga.
Grillaðar ítalskar samlokur með hráskinku
2016-02-28 21:36:11
Fullkominn partýréttur!
Innihaldsefni
- 1 pakki tortillakökur
- Góð hráskinka
- Sýrður rjómi
- Mozarella ostur
- Kóríander (ekki stilkurinn)
Leiðbeiningar
- Smyrjið hverja köku með örlitlum sýrðum rjóma.
- Setjið eina sneið af hráskinu á aðra hlið kökunnar.
- Stráið söxuðu kóríander yfir.
- Stráið því næst rifnum mozarella yfir og lokið kökunni.
- Grillið á grillpönnu eða grillið uns osturinn hefur bráðnað og kakan tekin að gyllast.
EatRVK https://eatrvk.is/
Ég hef séð piadinur í heilsuvörunum í Nettó 🙂