Pönnukökur með ristuðu kókos

Um daginn var ég að skoða uppskriftir og sá þá kókosuppskrift sem minnti mig á þessar dásamlegu pönnukökur sem ég gerði fyrir nokkrum árum og hafði hreinlega gleymt.  Það er alltaf gaman að grafa upp gamlar gersemar og því skellti ég í þessa klassík handa drengjunum mínum sem voru allir sammála um að þetta væru bestu pönnukökurnar. Þessum mun ég ekki gleyma aftur.7716a471-123c-4a96-80e4-9b149399cd59

Pönnukökur með ristuðum kókos
Dásamlegar pönnukökur með ristuðum kókos sem gefur sérstaklega skemmtilegt bragð. Bragðlaukarnir skoppa af gleði.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 1/2 bolli kókos, geymið 1/2 bolla til skrauts þegar búið er að rista
  2. 2 bollar hveiti
  3. 2 msk púðursykur
  4. 2 tsk lyftiduft
  5. 1 tsk matarsódi
  6. 1/2 tsk salt
  7. 1 bolli kókosmjólk úr fernu, meira ef deigið er of þykkt
  8. 1 bolli ab-mjólk
  9. 2 stór brúnegg
  10. 1/4 bolli bráðnuð kókosolía
  11. 1 tsk vanillu essens, eða dropar
Leiðbeiningar
  1. Ristið kókos á pönnu þar til gyllt, setjið til hliðar.
  2. Blandið saman í stóra skál hveiti, sykri, salti, bolla af kókos, matarsóda, lyftidufti og blandið vel með gaffli.
  3. Blandið saman í aðra skál eggjum, mjólkinni, ab-mjólkinni, kókosolíu og vanillu essens og hrærið vel saman með písk.
  4. Blandið blautefnum saman við þurrefnin, ef deigið er of þykkt þynnið með kókosmjólk. Deigið á að vera eins og hafragrautur. Passið að hræra ekki of mikið, þá fer loftið úr deiginu.
  5. Hitið pönnu og bakið pönnukökurnar við vægan hita, það sést á deiginu hvenær best er að snúa, þá myndast litlar loftbólur, tekur um 2 mínútur á hvorri hlið.
  6. Berið fram með ristuðum kókos, gott er að smyrja þær með smjöri og hafa sýróp til hliðar. Þessar eru geggjaðar með ferskum jarðaberjum því það gerist eitthvað kraftaverk þegar kókos og jarðaber hittast.
EatRVK https://eatrvk.is/

One Comment on “Pönnukökur með ristuðu kókos

  1. Pingback: Trufflur með ristuðum kókos og rjómakaramellu | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *