Bakaður hafragrautur er tær snilld. Hann er einfaldur, fljótlegur og góður í nesti. Ég geri hann helst sem hádegismat á sunnudögum í möffinsformum til að setja svo í nestisboxin hjá fjölskyldunni í vinnuvikunni þegar lítill tími er til að dúlla sér á morgnana.
Bakaður hafragrautur með hnetusmjöri
2016-04-17 14:49:25
Dásamlegur og einfaldur bakaður hafragrautur með hnetusmjöri.
Innihaldsefni
- 3 bollar haframjöl, gróft finnst mér best
- 1/2 bolli púðursykur
- 2 stór egg
- 1 bolli gott hnetusmjör
- 1 1/4 bolli léttmjólk
- Borið fram með góðum ávöxtum
Leiðbeiningar
- Hnetusmjöri, mjólk, púðursykri, haframjöli og eggjum er blandað saman í skál.
- Smyrjið formin sem nota á - gott er að dusta smá hveiti yfir þau líka.
- Hitið ofninn í 180 gráður.
- Ef notað er stórt möffinsform er bakað í 20-25 mínútur en ef nota á skúffuform er best að baka í 30-35 mínútur eða þar til hafragrauturinn er fallega gylltur.
Athugasemdir
- Það má alveg nota aðra mjólk ef þarf.
- Hægt er að borða grautinn heitan eða kaldan, með ávöxtum, grískri jógúrt eða sýrópi. Hann geymist einnig vel í kæli eða frysti.
EatRVK https://eatrvk.is/
Góðan dag.
Hvað er einn bolli ca. mikið?