Þessi uppskrift er fljótleg og það má vel leika sér með hana, breyta og bæta, t.d. með því að nota aðrar tegundir af Oreo kexi. Ég hef til dæmis notað Oreo kex með berjakremi sem var dásemd og notað mismunandi súkkulaði til að hjúpa með. Það líka til ýmsir litir í hjúpsúkkulaði sem gaman er að nota en oftast myl ég meira af kexi og skreyti kúlurnar með því þegar búið er að hjúpa. Molarnir eru eins og fullkomið afkvæmi Oreo og ostaköku! Ég tók þessa gleðibolta með mér í vinnuna og bauð samstarfsfélögum mínum upp á. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og ég var strax rukkuð um uppskriftina. Njótið!
Brjálæðislega einfalt Oreokonfekt
2016-03-15 11:42:11
Einfalt og dásamlega gott konfekt fyrir alla sem elska ostakökur og Oreokex.
Innihaldsefni
- 26-28 stk Oreokex
- 100 gr mjúkur rjómaostur
- 350 gr hjúpsúkkulaði
Leiðbeiningar
- Brjótið kexið í matvinnsluvél og maukið þar til kexið er orðið að dufti.
- Bætið við rjómaosti og blandið saman við þar til blandan er orðin að deigi.
- Búið til kúlur í þeirri stærð sem þið óskið og kælið.
- Bræðið súkkulaðið og dýfið köldum kúlum í og setjið á smjörpappír og skreytið.
Athugasemdir
- Geymist í kæli.
EatRVK https://eatrvk.is/