Klassísk kjötsúpa – Minni sóun

Klassísk kjötsúpa er matarmikil og full af grænmeti og kjöti. Súpan þarf ekki að kosta mikið en er alltaf jafn vinsæl hjá öllum aldurshópum. Ég notaði tækifærið í Minni sóun átakinu mínu þegar ég sá lambalærissneiðar á tilboði og skellti í kjötsúpu. Ég kaupi alltaf lambalærissneiðar í stað hefðbundins súpukjöts þar sem mér finnst það oft of feitt. Ég fékk svo bæði rófur og gulrætur á tilboði vegna þess hversu stutt var í fyrningu á þeim svo ég eldaði súpu handa 5 fullorðnum fyrir 2000 krónur! Svo er súpan alltaf bara betri daginn eftir. 

kjot

 

Klassísk kjötsúpa
Serves 4
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 - 1,5 kg lambalærissneiðar
  2. 3 lítrar vatn
  3. Kjötkraftur - lífrænn án msg - 2 teningar
  4. Grænmetiskraftur - lífrænn án msg - 2 teningar
  5. 2 dl súpukryddjurtir
  6. 4 stórar gulrætur
  7. 3 stórar kartöflur
  8. 100 gr blómkál
  9. 2 vænar rófur
  10. 1 dl hrísgrjón
  11. Salt
  12. Pipar
  13. 1 msk Herbes de Provence krydd
  14. 1 dl söxuð fersk steinselja
Leiðbeiningar
  1. Setjið kjötið í pott ásamt köldu vatni.
  2. Hitið rólega að suðu og fleytið froðu ofan af ef kjötið er feitt.
  3. Skerið grænmetið í litla bita og bætið út í. Látið malla við miðlungs hita í 20 mínútur.
  4. Setjið teningana út í ásamt kryddinu, hrísgrjónunum og súpujurtunum.
  5. Setjið lok á pottinn og látið malla í að minnsta kosti 30 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt og kjötið meyrt.
  6. Saltið og piprið eftir smekk og stráið ferskri steinseljunni yfir.
  7. Mér finnst ómissandi að bjóða upp á kalda mjólk og súrdeigsbrauð með.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *