Bergrún Mist Jóhannesdóttir er mikill matgæðingur og finnst gaman að prófa sig áfram með létta og holla rétti. Við hjá EatRVK rákumst á grunsamlega girnilegar myndir frá henni á vefnum og fengum leyfi til að deila þessari snilld með ykkur.
Núðlusúpa með baunaspírum
2016-04-27 11:47:17
Innihaldsefni
- 2,5 l vatn
- 4 msk grænmetiskraftur frá Sollu
- Chillikrydd, sirka 1/2 tsk eða eftir smekk
- Salt 1/2 tsk eða eftir smekk
- Pipar 1/3 tsk eða eftir smekk
- Hvítlaukskrydd 1/2 msk eða eftir smekk
- 1 laukur - skorinn gróft
- 4 hvítlauksrif - skorinn gróft
- 1 stöng kanill
- 3 stk stjörnuanís fæst t.d. í Krónunni
- 3 stönglar af negul
- Þumall af engifer gróft skorinn
- Núðlur: Whole wheat núðlur frá Blue Dragon, soðnar al dente.
- Toppings: chili, ferskt kóríander, mung baunaspírur, maísbaunir, sesamfræ, sriracha sósa og vorlaukur.
Leiðbeiningar
- Allt sett saman í pott og látið malla í um 20 mínútur.
- Núðlurnar soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Passa að ofsjóða þær ekki.
- Setjið súpuna í skál ásamt núðlunum og stráið "toppings" yfir eftir smekk.
EatRVK https://eatrvk.is/
Hrísgrjónavefjur með mangó
2016-04-27 12:10:18
Innihaldsefni
- Vínber
- Mangó
- Agúrka
- Baunaspírur
- Vorlaukur
- Hoi sin sósa
- Sesamfræ
- Soðið kínóa
- Hrísgrjónavefjur (fást víða, t.d. í Krónunni)
Leiðbeiningar
- Sjóðið kínóa og skerið niður grænmetið og ávextina.
- Bleytið hrísgrjónavefjurnar samkvæmt leiðbeiningum.
- Dýfið einni vefju í einu ofan í skál fulla af vatni svo hún verði meðfærilegri – ef hún er of þurr þá brotnar hún.
- Takið hana strax upp úr vatninu og settu á skurðarbretti.
- Raðið innihaldinu í vefjuna og setjið smávegis af sósunni yfir áður en vefjunni er rúllað upp.
EatRVK https://eatrvk.is/