Fullkomið trít! Hvort sem er í kökubotna, út á grauta eða jógúrt nú eða til að borða eitt og sér þar sem múslíð er nokkuð „chunky“ eða hnullungað.
Epla- og kanilmúslí
2016-07-17 19:39:10
Innihaldsefni
- 100 gr grófir hafrar
- 40 gr þurrkuð epli
- 50 gr kókosflögur
- 50 gr saxaðar hnetur t.d. möndlur og pekanhnetur
- 3 msk saxaðar rúsínur eða döðlur
- 2 msk chia fræ
- 2 msk hörfræ
- 1 msk kanil
- Salt a hnífsoddi (örlítið salt dregur fram sætuna úr banananum)
- 1 stór vel þroskaður banani
- 5 msk kókosolía
- 1 tsk góð vanila
Leiðbeiningar
- Stappið banana vel og hrærið bræddri kókosolíu, kanil og vanillu saman við. Setjið blönduna til hliðar.
- Blandið öllum hinum innihaldsefnunum saman í skál.
- Hellið bananablöndunni saman við og blandið vel saman með höndunum. Blandan á að loða létt saman. Ef hún loðir nánast ekkert saman þarf aðeins meiri banana og olíublöndu.
- Dreifið blöndunni yfir bökunarpappír á bökunarplötu. Passið að rúsínur eða þurrkaðir ávextir standi ekki upp úr heldur séu þakin blöndunni, annars brenna þau.
- Bakið neðarlega í ofninum á 180 gráðum í 25 mínútur eða þar til blandan verður gyllt og stökk (verður enn stökkari við að kólna). Gott er að hræra 2-3 sinnum í blöndunni yfir bökunartímann.
- Kælið og geymið í loftþéttum umbúðum.
EatRVK https://eatrvk.is/