Litríkt og ljúffengt hrísgrjónasalat

Þetta fallega og bragðgóða hrísgrjónasalat passar með nánast öllu og er líka gott eitt og sér. Það er matarmikið og bragðlaukarnir eru hoppandi kátir eftir hvern bita. Það er svo gott að núna vill fjölskyldan nánast bara þetta salat með öllum mat eða eitt og sér sem nesti í vinnunna.

14285199_10153958840437794_1418278538_o

Litríkt og ljúffengt hrísgrjónasalat
Matarmikið og fallegt salat. Stútfullt af hollri næringu og flóknum kolvetnum.
Skrifa umsögn
Prenta
Salat
  1. 1 bolli villihrísgrjón (ég keypti frá Rapunzel)
  2. 2 bollar klettakál
  3. 1 granateplakjarnar
  4. 100 gr ristaðar furuhnetur
  5. 100-150 gr hreinn fetaostur
Dressing
  1. 1/2 bolli saxaður skarlottlaukur
  2. 1/2 bolli góð ólífuolía
  3. 1 msk hunangssinnep
  4. 1-2 msk safi úr sítrónu
  5. 1 tsk salt
  6. 1 tsk pipar
  7. 1/2 tsk rifinn sítrónubörkur
Leiðbeiningar
  1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á poka.
  2. Blandið öllu saman í dressinguna og pískið vel saman og setjið til hliðar.
  3. Fræhreinsið granateplið.
  4. Ristið furuhneturnar og setjið til hliðar.
  5. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin leyfið þeim að kólna, hellið dressingunni yfir og blandið vel saman.
  6. Bætið svo klettakáli og furuhnetum saman við og myljið fetaostinn yfir.
  7. Skreytið svo með granateplakjörnunum.
Athugasemdir
  1. Þegar ég losa fræin úr granateplinu hefur mér reynst best að þrýsta vel á eplið á borðinu og rúlla því fram og til baka, þá finnur maður fræin losna. Ég sker granateplið í helminga og nota svo sleif til að lemja á eplið svo fræin detta beint úr því í skálina.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *