Ljúffengt epla- og kanilbrauð

Þetta dásamlega epla- og kanilbrauð varð til eftir New york ferð fyrir nokkrum árum. Þar fékk ég samskonar brauð á kaffihúsi og gat ekki hætt að hugsa um það. Ég hef prufað nokkrar uppskriftir en aldrei var ég sátt, svo ákvað ég að reyna sjálf og þessi uppskrift er útkoman. Brauðið er einfallt, mjög djúsí og sérstaklega bragðgott. Ég nota sömu uppskrift ef ég geri bollakökur með eplum og börnin mín elska þær. _dsc6777 _dsc6782 _dsc6801 _dsc6796

Ljúffengt epla- og kanilbrauð
Dýrðlegt epla- og kanilbrauð sem auðvelt er að gera
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1/3 bolli púðursykur
  2. 1 tsk kanill
  3. 2/3 bolli sykur
  4. 1/2 bolli mjúkt smjör
  5. 2 egg
  6. 1 tsk vanilludropar
  7. 1 1/2 bolli hveiti
  8. 2 tsk matarsódi
  9. 1/2 bolli mjólk
  10. 2 epli, skræld og smátt skorin, litla bita
  11. Glassúr yfir
  12. 1/2 bolli flórsykur
  13. 2-3 msk mjólk, gott að nota kókosmjólk
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180 gráður
  2. Blandið saman í skál, kanil og púðursykri og setjið til hliðar
  3. Blandið saman sykri og smjöri í hrærivél og látið blandast vel saman eða þar til blandan er ljós og létt
  4. Setjið eitt egg í einu saman við blönduna og blandið vel saman, setjið svo vanilludropana saman við
  5. Setjið svo hveitið saman við ásamt matarsóda og blandið vel saman. Hellið mjólkinni í deigið og blandið vel saman
  6. Setjið helming af deginu í brauðform, ég nota sílikon form en ef þið notið annað þarf að smyrja formið svo auðvelt sé að taka brauðið úr
  7. Setjið helminginn af söxuðum eplum yfir deigið, hellið rest af deiginu yfir og svo epli aftur
  8. Stráið púðursykurs og kanil blöndunni yfir og bakið í 50 - 60 mínútur.
  9. Á meðan kakan er í ofninum gerið þið glassúr, allt sett saman í skál og þeytt vel saman
  10. Leyfið brauðinu að standa í um 15 mínútur og njótið þess að hella fallegum hvítum glassúr yfir brauðið og borða með bestu list
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *