Þessi uppskrift kemur frá systur minni og ég elska þetta salat, ég borða það beint úr skálinni og líka í morgunmat ef eitthvað er eftir. Ég hef aldrei verið það súper spennt fyrir waldorfsalati, það er eitthvað við blönduna af rjóma og majonesi sem fer ekki vel í minn maga. Þetta salat er ferskt, bragðgott og einfalt eins og ég elska. Það sem gerir þetta sértaklega gott eru döðlurnar og hneturnar. Það er einfalt að gera það vegan fyrir þá sem það kjósa. Sleppa bara sýrða rjómanum og setja vegan sýrðan rjóma í staðinn og fyrir áramótin geri ég helminginn með sýrðum rjóma og helminginn með vegan sýrðum rjóma, sjá uppskrift hér fyrir neðan. Þetta salat er gott með öllu, hnetusteik, kalkúni, nautasteik nú eða jólamatnum rjúpunum.
- 4 stilkar sellerí
- 4 græn epli, skræld og kjarnhreinsuð
- 600 gr græn vínber
- 1 1/2 bolli saxaðar döðlur
- 1 1/2 - 2 bolli sýrður rjómi 18%
- 1/2 bolli Ristaðar furuhnetur, pekanhnetur eða pistasíur
- 1 bolli kasjúhnetur lagðar í bleyti yfir nótt
- ¼ bolli ferskur sítrónusafi, ef þið viljið þynna sýrða rjómann má setja 1-2 msk í viðbót
- ¼ tsk salt
- 1 tsk næringager
- ½ bolli kalt vatn
- Saxið sellerí smátt og setjið í skál
- Saxið eplin smátt og bætið saman við sellerí
- Skerið vínberin í bita og takið steina úr ef þeir eru, og bætið við blönduna
- Hellið döðlunum og sýrða rjómanum saman við og blandið vel saman
- Ristið furuhneturnar og hellið yfir réttt áður en salatið er borið fram
- Hellið vatninu af kasjúhnetunum og setjið í matvinnsluvél, bætið við öðrum hráefnum og látið blandast vel saman í 5 - 7 mínútur eða þar til blandan er orðin silkimjúk
- Þetta er stór uppskrift og dugar vel 6-8 manns svo ef þið eruð með færri í mat er gott að helminga hana, ég geri þó alltaf stóra því ég borða þetta sem morgunmat daginn eftir....elska þetta salat
Pingback: Geggjaður cous cous réttur | EatRVK