Sturlað súkkulaði salami

Þetta gúm­melaði er upp­haf­lega frá Ítal­íu og Portúgal. Það er til í mörg­um út­gáf­um og auðvelt er að leika sér með hrá­efn­in. Það sem er frá­bært við þenn­an súkkulaðirétt er hve ein­fald­ur hann er og bragðgóður. Þetta get­ur hrein­lega ekki klikkað, ég meina hver elsk­ar ekki súkkulaði? Og svo geym­ist hann vel svo hægt er að gera hann 1-2 dög­um áður en borða á þessa dá­semd. Það er mjög gam­an að gera minni út­gáfu og koma með í mat­ar­boð, svo er þessi dá­sam­lega súkkulaði „pulsa“ svo fal­leg þegar hún er skor­in – svo­lítið eins og að opna fal­lega inn­pakkaða gjöf 😉


Mynd Íris Ann Sigurðardóttir/mbl.is

Sturlað súkkulaði salami
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 200 g gott dökkt súkkulaði
  2. 85 g smjör
  3. 80 g syk­ur
  4. 1/​2 tsk. vanillu es­sens
  5. 1 stórt egg og ein eggj­ar­auða
  6. 180 g gott kex, mér finnst geggjað að nota frá LU Bastog­ne duo, með kar­mellu og möndl­um
  7. 1/​2 bolli þurrkuð trönu­ber eða aðrir þurrkaðir ávext­ir, saxaðir
  8. 1/​2 bolli pist­así­ur saxaðar gróft, eða aðrar hnet­ur
  9. Flór­syk­ur til að skreyta
Leiðbeiningar
  1. Bræðið súkkulaðið og smjör í skál yfir vatnsbaði og setjið svo til hliðar.
  2. Blandið sam­an með handþeyt­ara vanillu­drop­um, sykri og eggi þar til bland­an er fal­lega ljósgul.
  3. Brjótið kexið og bætið sam­an við eggið, hellið svo hnet­um og þurrkuðum ávöxt­um sam­an við.
  4. Blandið súkkulaðinu sam­an við var­lega með sleif. Setjið blönd­una á plast­filmu og rúllið upp í pulsu með því að snúa vel upp á end­ana. Setjið í kæli þar til gleðin hef­ur harðnað.
  5. Stráið flór­sykri yfir og nuddið vel á sí­valn­ing­inn og skerið í sneiðar og njótið með góðu rauðvíns­glasi eða kaffi­bolla.
Athugasemdir
  1. Ef kexið er sætt er gott að setja örlítið minna af sykrinum.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *