Maður getur ekki annað en farið í grillstuð þegar gula vinkonan fer að láta sjá sig. Mér þykir grillaður maís alveg sérstaklega góður og einu sinni fékk ég besta maís í heimi á litlum veitingastað í New York – og það var sósan sem á honum var sem var sérstaklega góð. Í sósunni er ostur sem heitir cotija. Hann er ekki til hér á landi en samkvæmt Internetinu má nota parmesan í staðinn svo ég prufaði að gera þessa sósu og hún heppnaðist svo vel að flestir sem fá að smakka fara heim með uppskriftina. Þessi uppskrift er sérstaklega einföld og bragðgóð.
Magnaður grillaður maís
2017-05-07 10:36:54
Innihaldsefni
- 4 ferskir maísstönglar í hýðinu
- ½ bolli majónes
- 1 og ½ bolli sýrður rjómi
- ¼ bolli ferskt kóríander
- 1 bolli rifinn parmesan
- 2 lime (eitt skorið í báta)
- ½ tsk. cayenne
- 1/3 tsk pipar
- Salt á hnífsoddi
Leiðbeiningar
- Flettið hýðinu á maísnum niður. Takið silkiþræðina út og flettið hýðinu aftur upp.
- Látið stönglana liggja í vatni með tsk. af salti í 20-30 mínútur. Þerrið svo maísinn og grillið í 15-20 mínútur á hvorri hlið.
- Berið maísinn fram með sósunni, lime-bátum og fersku kóríander.
Sósan
- Kreistið safann úr einu lime og hrærið majónesinu, sýrða rjómanum, parmesanostinum og kryddinu saman við.
- Skerið síðan lime-ið í báta og berið fram með maísinum.
EatRVK https://eatrvk.is/