Þetta er geggjaður kjúklingaréttur með aðeins fjórum hráefnum, einfaldara verður það ekki og hver elskar ekki að elda einfaldan en bragðgóðan mat sem hittir beint í mark? Þessi réttur er í uppáhaldi hjá öllum í fjölskyldunni sem er algjört met því smekkur manna er misjafn á mínu heimili. Það tekur einnig engan tíma að gera hann svo hann passar fyrir heimili þar sem mikið er að gera en einnig matarboð. Það sem er sérstaklega þægilegt er að sósan sem fylgir réttinum er einnig marineringin. Ég mæli með að þið notið þykkt síróp frekar en þunnt svo kjúllinn verði vel klístraður og djúsí.
BBQ-sesamkjúlli
2018-05-28 17:40:35
Innihaldsefni
- 4-6 kjúklingabringur skornar í tvennt eða lundir
- 1 bolli góð bbq-sósa
- ½ bolli hlynsíróp eða annað gott síróp
- ½ bolli ristuð sesamfræ
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 180 gráður
- Ristið sesamfræin á pönnu og setjið til hliðar
- Hellið bbq-sósu og hlynsírópi í skál og blandið vel saman, bætið svo 2 msk. af sesamfræjum saman við og hrærið vel saman.
- Leggið bringurnar í eldfast mót og hellið um ½ af sósunni yfir og penslið kjúllan vel með henni.
- Sett í ofn og eldað í 25 mín eða þar til kjúllinn er tilbúinn.
Athugasemdir
- Þegar kjúllinn er tibúinn setjið þið afganginn af sesamfræjunum og notið afganginn af sósunni með réttinum, gott er að borða hann með nánast öllu meðlæti svo sem hrísgrjónum, salati, salsa eða kartöflum.
EatRVK https://eatrvk.is/