Ostaköku-bananabrauð

Ég hrein­lega elska gott ban­ana­brauð og einnig osta­kök­ur og ég geri oft ban­ana­möff­ins með osta­köku­fyll­ingu og einn dag­inn varð til þessi blanda þar sem ég átti aðeins fleiri ban­ana og langaði meira í ban­ana­brauð en möff­ins og einnig að prufa eitt­hvað nýtt. Mér finnst best að borða það volgt með góðu kaffi og kannski smá vanilluís en það er einnig gott þegar það hef­ur kólnað. Þegar veðrið er eins og það hef­ur verið er ekk­ert betra en að baka og njóta inni í hlýj­unni með fjöl­skyld­unni. Þessa uppskrift gerði ég um daginn fyrir vefinn góða Matur á mbl.is og varð að deila henni með ykkur hér þar sem hún er núna í miklu uppáhaldi.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ostaköku-bananabrauð
Skrifa umsögn
Prenta
Brauð
  1. 1 stórt egg
  2. ½ bolli púður­syk­ur
  3. ¼ bolli syk­ur
  4. ¼ bolli fljót­andi kó­kosol­ía eða jurta­ol­ía
  5. ¼ bolli grísk jóg­úrt en sýrður rjómi virk­ar einnig
  6. 2 tsk vanilla drop­ar
  7. 2 maukaðir velþroskaðir ban­an­ar
  8. 1 bolli hveiti
  9. ½ tsk mat­ar­sódi
  10. ½ tsk lyfti­duft
  11. klipa af salti
Osta­köku­fyll­ing
  1. 1 stórt egg
  2. 220 gr mjúk­ur rjóma­ost­ur, best ef hann er við stofu­hita
  3. ¼ bolli syk­ur
  4. 3 msk hveiti
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður
  2. Pennslið brauðform og dustið það með hveiti og setjið til hliðar
  3. Í stóra skál blandið sam­an eggi, sykri, kó­kosol­íu, grísku jóg­úrt­ina, vanillu drop­um og pískið vel sam­an með handþeyt­ara.
  4. Bætið bön­un­um sam­an við og blandið ró­lega sam­an
  5. Setjið sam­an við blönd­una hveiti, mat­ar­sóda og lyfti­duft og ör­lítið af salti og blandið sam­an með sleif ró­lega, ekki blanda of mikið sam­an og setjið til hliðar
  6. Í skál setjið þið allt hrá­efni fyr­ir osta­köku­fyll­ing­una og blandið sam­an með písk eða handþeyt­ara
  7. Setjið 2/​3 af ban­ana­deig­inu í formið og sléttið úr með sleif, hellið osta­köku­blönd­unni yfir og slettið aft­ur svo er rest af ban­ana­blönd­unni hellt yfir
  8. Bakið í ofni í 45-50 mín­út­ur og leyfið að standa og kólna í 15 mín­út­ur eða þar til hægt er að njóta.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *