Nú eru margir að vakna upp við uppþembu, þrota, almenna fitu og sljóleika, þreytu og aðra fylgikvilla ofáts yfir hátíðirnar. Nú eða bara alls ekki – en þú gætir samt viljað taka aðeins til í kroppnum og hreinsa hann í janúar. Afraksturinn þarf vart að dásama. Þeir sem hafa lagað til í mataræðinu vita að meiri orka, minni líkamlegir kvillar, andleg vellíðan og ýmisr aðrir kostir munu verðlauna þig í staðinn. Fyrir utan að krónískt samviskubit sem fylgir því að borða konfekt í morgunmat getur borað gat í höfuðkúpuna til lengri tíma!
Ég sjálf hef prufað hinar ýmsu detox útgáfur. Allt frá kaldpressuðum djúskúrum á Balí yfir í mun flóknari prógrömm. Ég hef með tímanum lært á eigin líkama og komist að því hvað virkar best fyrir mig. Ég ítreka að þetta er aðeins mín upplifun. Eitthvað annað virkar án efa betur fyrir einhverja aðra kroppa. En þetta prógramm er framkvæmanlegt fyrir alla! Það er alveg erfitt og þú færð án efa hausverk, finnur fyrir þreytu og langar að dúndra í þig þínu „fixi“, hvort sem það er gos, sykur, kaffi eða brauð. Þetta eru þó aðeins 7 dagar af lífi þínu!
Þegar ég tala um að að þessi aðferð „virki best“ á ég ekki aðeins við þyngdartap. Í hreinsun fylgir þyngdartap en það er ekki ástæða hreinsunarinnar þó margir haldi það. Við það að hreinsa líkamann minnkar líka magamál því skammtarnir eru minni og fleiri en hinn almenni leikmaður er vanur. Sykurpúkinn er rekinn út með skömm svo að líkaminn losnar við sykurþörfina og þú drekkur meira vatn. Þetta hefur virkað mjög vel fyrir mig og heldur svo áfram að „skafa“ af mér eftir að hreinsuninni lýkur því ég fer ekki beint aftur í sama farið. Þröskuldurinn fyrir óhollustu lækkar hreinlega svo mikið að þetta hefur virkað vel hjá mér til að halda mér góðri um nokkurt skeið. Jafnvel er svo hægt að taka einn detox dag í viku næstu mánuði.
Ekkert kaffi eða mjólkurvörur?
Ég léttist yfirleitt um 3 kg á þessari viku en eins og ég segi er það ekki aðalatriðið heldur niðurtröppunin á óhollustunni og hreinsunin. Ég borða mjög mikið af mjólkurvörum og er oft komin upp í ansi ríflegan kaffiskammt þegar líkaminn fer að kalla á detox. Að sleppa kaffinu er erfiðast finnst mér. Ég leyfi mér stundum 1 dl af kókosmjólk á meðan á detoxinu stendur. Annars eru allar mjólkurvörur teknar út. Það er mikilvægt að sleppa sem mestu fyrst en svo smám saman bæta inn vörum. Þá getur þú líka betur fundið út hvað á illa við þig og þannig tekið til í mataræðinu til lengdar og lært betur inn á líkama þinn.
En ég hata kanínufóður!
Ekki örvænta. Matseðilinn er vel samansettur af trefjum, kolvetnum, vítamínum, fitu, próteini og hamingju. Ég er mjög matsár og álít ekki kál með papriku og olíu vera máltíð! Í þessari hreinsun teljum við ekki hitaeiningar heldur reynum að borða sem hreinast. Ef þú ert svöng/svangur þá bara gúffar þú í þig slatta af grænmeti. Það á engin að þurfa að finna fyrir hungri.
Meðal uppskrifta verða:
Kókos- og bláberjabomba (drykkur)
Fylltir tómatar með spínati, sveppum og pestói
Þruman (drykkur)
Rauði risinn (drykkur)
Fyllt paprika
Mexíkósk súpa
Spergikálssalat með avacadó, granateplum og neondressingu
Sætkartöflusalat geðvonda mannsins
Bláberja- og vatnsmelónusalat með ferskri mintu
VILTU VERA MEÐ?
Skráðu þig hér á póstlistann:
Við hjá EatRVK ætlum sumsé að setja upp 7 daga prógramm með uppskriftum og fróðleik og þú færð sendan póst daglega þá viku. Það er ansi dýrt að kaupa sér tilbúna kúra en flest af þessu er auðvelt að gera heima. Séu peningar ekki vandamál er auðvitað æðislegt að fá tilbúna detoxpakka. Ég hef líka stundum keypt einn dag af safakúrum, t.d. á Gló eða Happ til að „kick-starta“ hreinsuninni. Það er þó alls ekki nauðsynlegt.
Við byrjum 13. Janúar. Daglega færðu uppskriftir fyrir næsta dag. Uppleggið er 1 grænn drykkur á morgnana, annar drykkur í hádeginu, hnetur, ávextir, fræ og grænmeti sem millimál og salat eða súpa í kvöldverð. Ef það hentar betur má gjarnan borða salat eða súpu í hádeginu og drykk um kvöldið.
Uppistaðan í þessa 7 daga eru sum sé hnetur, grænmeti, fersk krydd, olía og ávextir. Ef fólk stundar mikla hreyfingu eða er illa svangt má gjarnan bæta við 80-100 gr af hreinum, lífrænum fisk eða kjöti með salatinu einu sinni á dag. Ég reyni að elda grænmetið og matinn sem minnst til að viðhalda næringarefnunum en þó baka ég t.d. sætu kartöflurnar og léttsteiki spergilkál. Eins og ég segi – þetta er detox sem er gerlegt!
Undirbúningur
Gott er að byrja strax að safna krukkum eða þægilegum flöskum undir drykkina til að geta haft þá með sér á þeytingi milli staða. Undirbúningur fyrir næsta dag er ekki mikill en ávinningurinn gríðarlegur. Þetta detox er einfalt og fer vel með líkama og buddu! Þú aðlagar planið að þér og prufar þig áfram. Ég mun ekki mæla með að þú eyðir 50 þúsund kalli í heilsuverslun til að geta hreinsað líkamann. Við gerum þetta auðvelt og skemmtilegt! Littu á þessa 7 daga sem andlegt og líkamlegt trít. Stimplaðu þig út frá streitu, ofáti og vertu með góða bók, heimagerðan andlitsmaska, sund og jógaferðir á dagskrá.
- Ef þú ætlar að fjárfesta í einhverjum „súperefnum“ mæli ég með poka af spirulina.
- Ef þú átt ekki blandara skaltu athuga hvort þú getir ekki fengið hann lánaðan. Djúsvélar eru óþarfar. Ég nota alltaf blandara til að allar trefjarnar haldist í drykknum og hann sé saðsamari.
- Taktu smá séns og farðu inn í vikuna með opnum hug. Sumt af innihaldsefnunum gætu verið hreinn viðbjóður að þínu mati, eins og hinar heitt hötuðu rauðrófur. Prufaðu samt – bragðið mun koma á óvart! Ég er meistari í að fela moldarbragðið!
- Manaðu vin eða maka til þess að taka þátt í hreinsunarvikunni með þér. Það er mun auðveldara!
KOMA SVO!!!! Við hefjumst handa 13 jan! Fylgstu með okkur næstu daga.
Með
Spennandi. Vil gjarnan vera með. Kosta það eitthvað?
Með kveðju Barbel
Nei, ókeypis. 🙂
Já vil vera með skráði nafnið mitt á póstlistan hér að ofan
Hæ:)
Ég er til í að vera með í 7 daga detox:)
Kv Guðrún
Já ég til, í að vera með.
já sæll ég er sko til 🙂
Já takk vil endilega prófa og vera með.
Frábært 😊
já takk ég er með
já takk ég er með
Magga
Já takk 😄
þetta hljómar vel. Verður innkaupalisti í byrjun fyrir fleiri en einn dag? Hagkvæmt að þurfa ekki að versla daglega
Sæl Ásgerður já ég passa að þetta kalli ekki á daglegar búðarferðir. 12 jan fá allir sendan innkaupalista.Takk fyrir ábendinguna.
Vil vera með 😊
Ég vil gjarnan vera með 7 daga detox kúrnum
Ég er með ☺
Ég er með!
Vera með ,hljómar spennandi.
Frábært! Ég skráði þig á póstlista svo þú færð sendar uppskriftir og fróðleik daglega þessa 7 daga. Ef fleiri vilja skrá sig er það gert hér að ofan í færslunni.
Er með, hlakka til 😀
Ég er með😊
Já takk
Já takk endilega til í þetta.
Já takk til í þetta;)
Er með 🙂
Hlakka til 😉
Já vil endilega vera með 🙂
Ég vildi gjarnan vera með!
Hæ
Fer listinn ekki að koma 🙂
Já takk fyrir 🙂
Við hjúin erum sko til í þetta! Frábært framtak! 😃
Kv. Jón Kristinn og Guðný
Vúhú 🙂
Gæti hugsað mér að prófa. bkv. Guðrún
Ég vil gjarnan vera með 🙂
Hvenær kemur listinn?
Seinnipartinn í dag!
Vil vera með 😉
Já takk 🙂
Já takk hljòmar spennandi 😊
Var að sjà þetta og langar að hoppa um borð. Get ég fengið innkaupalistann sendann?
Takk, takk 🙂
fékk fyrsta póstinn frá ykkur og rauk út í búð að kaupa eftir listanum og svo hef ég ekki fengið neitt meira frá ykkur og er bara frekar fúl engar uppskriftir ????
Sæl
Ég gat því miður ekki byrjað á þessum tíma en hef áhuga á að prufa þetta, er í boði að fá uppskriftir og innkaupalista núna??
kær kveðja
Væri séns að þið póstuðuð uppskriftunum sem voru sendar á þátttakendur þessa viku? Missti alveg af þessu en væri áhugavert að prufa en þessi „tegund hreinsunar“ virðist vera nokkuð yfirstíganleg.
yes græja það ! kv Tobba