Detox-súpa grasalæknisins

Ásdís Einarsdóttir grasalæknir er mörgum kunn fyrir heilsusamleg afrek sín en hún kennir reglulega námskeið, rekur sína eigin stofu og miðlar heilsumætti jurta um víðan völl. Ásdís er mikil talskona þess að hreinsa líkaman reglulega en á fimmtudaginn verður hún með námskeið í hreinsun í Gló Fákafeni. Við fengum Ásdísi til að deila með okkur uppskrift af góðri og hreinsandi súpu sem hún segist aldrei fá nóg af! Og ekki nóg með það – hún segir að við þurfum ekki að forðast salt í hreinsun,  bara gæta að magninu. „Himalaya og sjávarsalt er í góðu lagi. Við þurfum smá salt á hverjum degi fyrir almenna líkamsstarfssemi þ.á.m. nýrnahettur,“ segir Ásdís en hún er lumar á mörgum góðum ráðum fyrir þá sem vilja sinna líkama og sál betur. Á heimasíðu Ásdísar er að finna meðal annars góðan pistil um hreinsun og um bólgueyðandi mat. Vissu þið að eftirfarandi góðmeti vinnur gegn myndun bólgu í líkamanum?

  • grænmeti, ávextirÁsdís grasalæknir
  • fræ og hnetur,
  • feitur fiskur eins og lax og þorskur,
  • gróft kornmeti (glúteinlaust í sumum tilfellum).
  • ananas, dökk ber, kirsuber (ef þvagsýrugigt)
  • sellerí, grænt salat eins og grænkál, hvítkál
  • allir laukar
  • engifer, grænt te
  • turmerik
  • kókósolía, hörfræolía, fiskiolía, hampolía og ólífuolía

 

Hreinsandi græn súpa
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 poki frosnar sætar grænar baunir
  2. 2 msk ferskt engifer fínt saxað/rifið
  3. 1 skalotlaukur saxaður
  4. 1/4 b fersk mynta söxuð
  5. 1 msk ólífuolía
  6. Salt & pipar
  7. Vatn
Leiðbeiningar
  1. Hitið olíu í potti á lágum/miðlungshita og léttsteikið lauk og engifer í 3 mín.
  2. Bætið þar næst grænum baunum og nægu vatni til að hylja baunirnar, látið malla saman í 10 mín á miðlungshita.
  3. Látið súpuna aðeins kólna, skellið súpunni í blandara ásamt myntu, sjávarsalti og pipar.
Athugasemdir
  1. Hægt að nota snjóbaunir eða 'sweet pea' eða frosnar edamame baunir ef vill. Það má líka nota vorlauk eða púrruauk ef vill. Þessi er frískandi og saðsöm og hentar vel hvort sem maður er í hreinsun eða bara sem hádegissúpa. Sjálf nota ég þessa súpu mikið og á hana alltaf til þegar ég fer í hreinsun og geri þá yfirleitt 2-3x skammt og frysti til að grípa í eftir þörf.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *