Gulrótar- og blómkálssúpa

Heilsuhjúkkan okkar hún Ásthildur deilir hér með okkur frábærri og meinhollri súpuuppskrift. Þessi passar vel í hreinsun/detox, sem léttur kvölverður eða hádeigisverður til að kippa með í vinnuna.Gulrótar&blómkálssúpa psd MMM

Gulrótar- og blómkálssúpa.
Þessa súpu finnst mér gott að gera þegar tíminn er naumur og þá sérstaklega ef það er kalt úti. Súpa sem hitar og nærir og er einnig yndislega góð daginn eftir.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 msk kókosolía
  2. 1 meðalstór rauðlaukur – saxaður
  3. 2 hvítlauksrif – söxuð
  4. 2 tsk rifið ferskt engifer
  5. 2 tsk cuminkrydd - möluð
  6. 1 tsk kóríanderfræ - möluð
  7. 1 tsk fennikufræ (fennel) – möluð
  8. 4 bollar saxaðar gulrætur
  9. 2 bollar saxað blómkál
  10. 6 bollar vatn
  11. 1 lárviðarlauf
  12. 3 tsk Maldon salt
  13. ¼ bolli kókossmjör
  14. 1 bolli/dós kjúklingabaunir
  15. ¼ bolli ristuð graskers- og sólblómafræ
  16. 2-3 msk steinselja - söxuð
Leiðbeiningar
  1. Hitið kókosolíuna í stórum djúpum potti rétt yfir meðalhita og steikið rauðlaukinn þar til hann er orðinn glær eða í um 3-4 mínútur.
  2. Bættu við hvítlauknum og engiferinu ásamt muldu cumin-, kóríander- og fennikufræjunum. Blandið vel saman.
  3. Bætið þá við gulrótunum og blómkálinu og hrærið vel saman.
  4. Vatninu hellt út í og lárviðarlaufinu skellt út í, hitinn hækkaður og pottlokið sett yfir að hluta.
  5. Látið ná suðu og þá er hitinn lækkaður í meðalhita og látið krauma í um 20 mínútur áður en kryddað er með salti.
  6. Kókossmjörinu er þá bætt út í pottinn.
  7. Annaðhvort seturðu töfrasprauta ofan í pottinn eða ausar súpunni í blender og maukar súpuna og setur hana aftur í pottinn.
  8. Kjúklingabaununum er þá bætt út í og látið krauma í 5 mínútur eða þar til baunirnar eru orðnar heitar í gegn.
  9. Borið fram með ristuðum fræjum og ferskri steinselju.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *