Undanfarið hef ég verið að deila með lesendum á Mbl.is uppskriftum frá mér. Matur er sérstaklega skemmtilegur vefur fyrir okkur öll sem finnst gaman að lesa um og fræðast um allt sem viðkemur matreiðslu, tækjum, veitingahúsum og margt margt fleira. Mæli með þið fylgist með þessari snilldar síðu! Hér eru dásamlegir molar sem ég deildi á síðunni Matur um daginn þeir eru vegan og innihalda hin ýmsu steinefni, trefjar og næringu. Innihaldsefnin eru fá og uppskriftin auðveld. Tilvalið gúmmelaði til að eiga í kæli.
Mynd fengin að láni frá Mbl.is, Ljósm. Árni Sæberg
Svartar saltkaramellu bombur
2017-01-20 17:14:46
Innihaldsefni
- 12 ferskar döðlur, steinhreinsaðar
- 1/4 bolli hnetur að eigin vali, ég nota oftast pistasíur og kasjúhnetur
- 1/4 bolli Quinoa puffs, fæst í Nettó
- 1/4 tsk. gott salt
- 1 poki síríus konsúm súkkulaðidropar
Leiðbeiningar
- Hneturnar fara í matvinnsluvél og eru hakkaðar
- Setjið döðlur og salt saman við hneturnar og látið blandast vel saman
- Hellið Quinoa puffs saman við deigið og blandið saman með sleif
- Mótið litlar kúlur og setjið á smjörpappír og kælið
- Bræðið súkkulaðið og dýfið svo kúlunum í og setjið aftur á smjörpappírinn og kælið
EatRVK https://eatrvk.is/