Lucky charms kökur

Þessar Lucky charms kökur fékk ég í fyrsta sinn hjá vinkonu minni í vinnunni, og hafa þær eftir það verið í öllum afmælum í fjölskydunni. Þetta er einstaklega auðveld uppskrift og tekur ekki langan tíma að gera. Þetta er stór uppskrift og geymast vel. Í upphaflegu uppskriftinni er fyllt karamellusúkkulaði á móti suðusúkkulaði, en mér þykir þær alveg nógu sætar svo ég set suðusúkkulaði og 70% súkkulaði á móti í staðinn. 

Lucky charms kökur
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 pack Lucky charms
  2. 200 gr suðusúkkulaði
  3. 200 gr 70 % súkkulaði
  4. 1 lítil dós af sírópi(græn dós)
  5. 200 gr smjör
Leiðbeiningar
  1. Smjör, síróp og súkkulaði sett í pott og brætt saman
  2. Hellið Lucky carms í stóra skál og hellið súkkulaðiblöndunni yfir
  3. Setjið blönduna í muffinsform og svo í kæli
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *